Meira en 26.000 einstaklingar tóku þátt í fríu sykurlausu áskoruninni hjá Lifðu til fulls. Facebook hópurinn er mjög virkur og deila meðlimir árangurssögum, spurningum og hugmyndum með öðrum í þessu sykurlausa samfélagi. Þessi áskorun var frábær leið til að taka þátt í meistaramánuði og greinilegt að margir vildu taka út sykurinn.
Hér er æðisleg uppskrift af sykurlausum orkustöngum úr áskoruninni sem við birtum með góðfúslegu leyfi.
1 1/2 bolli haframjöl
1 þroskaður banani
1 bolli hindber (frosin eða fersk)
1/2 bolli eplamauk, ósætað (eða notið 1 epli maukað í blandara með hýði)
1/2 tsk vanilluduft
nokkrir dropar stevia, venjulegir eða með hindberjabragði
Aðferð:
Hitið ofninn á 180 gráður.
Stappið banana með gaffli og notið sleif til þess að blanda eplamauki og vanilludufti samanvið. Bætið höfrum hindberjum útí og hrærið varlega. Einnig er hægt að setja allt í blandara.
Setjið bökunarpappír í eldfastmót og mótið kassalaga deig c.a 2 cm á þykkt. Eldið í 15-20 mín eða þar til stökkt að utan og örlítið mjúkt að innan. Leyfið að kólna. Einnig má gera stangirnar í þurrkuofni, þá í 12 klst. Snúið þeim við þegar tíminn er hálfnaður.
Skerið í stangir eða orkubita og geymið í boxi eða poka.