fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025

Uppskrift: Sykurlausar orkustangir

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 13. febrúar 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meira en 26.000 einstaklingar tóku þátt í fríu sykurlausu áskoruninni hjá Lifðu til fulls. Facebook hópurinn er mjög virkur og deila meðlimir árangurssögum, spurningum og hugmyndum með öðrum í þessu sykurlausa samfélagi. Þessi áskorun var frábær leið til að taka þátt í meistaramánuði og greinilegt að margir vildu taka út sykurinn.

Hér er æðisleg uppskrift af sykurlausum orkustöngum úr áskoruninni sem við birtum með góðfúslegu leyfi.

Orkustangir

1 1/2 bolli haframjöl

1 þroskaður banani

1 bolli hindber (frosin eða fersk)

1/2 bolli eplamauk, ósætað (eða notið 1 epli maukað í blandara með hýði)

1/2 tsk vanilluduft

nokkrir dropar stevia, venjulegir eða með hindberjabragði

Aðferð:

Hitið ofninn á 180 gráður.

Stappið banana með gaffli og notið sleif til þess að blanda eplamauki og vanilludufti samanvið. Bætið höfrum hindberjum útí og hrærið varlega. Einnig er hægt að setja allt í blandara.

Setjið bökunarpappír í eldfastmót og mótið kassalaga deig c.a 2 cm á þykkt. Eldið í 15-20 mín eða þar til stökkt að utan og örlítið mjúkt að innan. Leyfið að kólna. Einnig má gera stangirnar í þurrkuofni, þá í 12 klst. Snúið þeim við þegar tíminn er hálfnaður.

Skerið í stangir eða orkubita og geymið í boxi eða poka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Strákarnir okkar í stuði – Fullkominn leikur gegn Kúbu

Strákarnir okkar í stuði – Fullkominn leikur gegn Kúbu
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Nunez kláraði Brentford með tveimur mörkum í uppbótartíma

England: Nunez kláraði Brentford með tveimur mörkum í uppbótartíma
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.