fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Stefnumótahugmyndir Röggu Eiríks fyrir Valentínusardag – Ikea útgáfan!

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 13. febrúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valentínusardagurinn hrópar á rómantík – ég nenni ekki að vera fúl út í að hann sé ekki íslensk hefð og voðalega amerískur og bara enn eitt tól kapítalismans til að fá okkur til að kaupa afskorin blóm og súkkulaði og nærföt og fara ógeðslega dýrt út að borða. Frekar ætla ég að fagna honum – já eins og hverju einasta tækifæri til að dæla meiri rómantík og losta inn í lífið. Hvað er líka betra en að kela? Kona sem er nýgengin út spyr sig óneitanlega.

Kelerísferð í Ikea

Farið saman í Ikea. Setjist í að minnsta kosti 10 sófa og kelið. Ekki mjög dónalega samt – engar stunur, kynfærakáf eða rífa ykkur úr fötum – bara knús og kossar og narta í eyra og naga háls.

Þessi krúttlegi rauði sófi öskrar nú hreinlega á kelerí!

Fantasíuferð í Ikea

Farið saman í Ikea. Setjist saman í sófa. Hér byrjar annað ykkar að segja hinu sögu – helst frekar dónalega. Svona kynlífsfantasíusögu. Færið ykkur í næsta sófa – hér tekur hitt ykkar við og spinnur framhaldið. Ef þið þurfið tíma til að hugsa, má alltaf kela smá á milli. Svona koll af kolli þar til lendar ykkar loga!

Hemnes rúmið gæti hentað vel til léttra bindinga…

Ofurrómantík í Ikea

Farið saman í Ikea. Setjist saman í að minnsta kosti 10 sófa. Í fyrsta sófanum á annað ykkar að segja eitthvað fallegt um hitt, svo horfist þið í augu í 90 sekúndur – í næsta sófa skiptið þið um hlutverk. Svona koll af kolli og muna að horfast alltaf í augu. Það má alveg fá hláturskast!

Leirvik rúmið þolir líklega keðjur og allan pakkann!

Feluleikur í Ikea

Farið saman í Ikea. Annað ykkar fær 5 mínútna forskot og finnur góðan felustað í einni af sýningaríbúðunum. Hitt fylgir á eftir og leitar. Í stað þess að segja „HÓ“ eins og í venjulegum feluleik sendir það ykkar sem er í felum lostafull skilaboð til hins. Til dæmis: „Ef þú finnur mig innan 10 mínútna færðu ís, en ef þú finnur mig innan 5 mínútna færðu tott á heimleiðinni í bílnum.“ Já eða eitthvað þannig!

Þeir sem eru gefnir fyrir flengingar geta fundið ýmis nytsamleg tól í smávörudeildinni…

Leyndókynlíf í Ikea

Þessi útgáfa er örlítið dónalegri en hinar á undan. Nú þarf líka dálítinn undirbúning, áður en þið farið saman í Ikea. Verðið ykkur úti um titrara með fjarstýringu – mér detta íhug tvær tegundir Primo frá Svakom, og Oh my bod. Primo má nota í leggöng, endaþarm eða sníp, en Oh my bod er ætlaður fyrir sníp. Annað fær því að vera með titrarann á ákjósanlegum stað í eða á líkama sínum, og hitt heldur fjarstýringunni. Svo dúllist þið um í Ikea, prófið sófa og stóla og rúm og alls konar. Lostinn mun vaxa með hverju fótmáli, það er næsta víst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.