fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025

Læknirinn í eldhúsinu með nýja sjónvarpsþætti – „Ég ætla að elda íslenskan og skandinavískan mat með mínum hætti“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 12. febrúar 2017 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknirinn í eldhúsinu, öðru nafni Ragnar Freyr Ingvarsson, hefur fangað hug og hjörtu íslenskra matgæðingar með dásamlegum uppskriftum undanfarin misseri. Hann gaf líka út vinsælar matreiðslubækur með uppskriftum sínum, og heldur úti skemmtilegu og fróðlegu matarbloggi.

Í síðustu bók fjallaði Ragnar um grillveislur!

Nú er hann að byrja með sjónvarpsþætti á ÍNN og okkur á Bleikt þótti full ástæða til að fá hann til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur okkar:

Segðu mér frá þér og þessari ólgandi matarástríðu.

Ég er eiginmaður, þriggja barna faðir, lyf- og gigtarlæknir með ólæknandi matarást. Veit ekkert betra en að koma heim eftir skemmtilegan vinnudag og föndra aðeins í eldhúsinu. Fátt er meira afslappandi.

Hvernig verða nýju þættirnir?

Þættirnir verða á ÍNN og eru samvinnuverkefni mín og Kristjáns framkvæmdastjóra ÍNN. Þættirnir byggja á bókunum mínum og blogginu auk þess sem við munum luma á mörgum nýjum uppskriftum og uppátækjum.

Ég ætla að elda íslenskan og skandinavískan mat með mínum hætti og jafnvel voga mér lengra. Stefnum tildæmis að fara til Ítalíu í vínsmökkunarferð.

Þarf maður að eiga sjúklega mikið af fágætum kryddum og sérhæfðum eldhúsáhöldum til að geta fylgt þér eftir?

Nei, alls ekki, þrátt fyrir að vera með gott kryddsafn og eiga ótrúlegt magn ólíkra eldunaráhalda þá er ég nokkuð íhaldssamur kokkur. Það er lítið mál að leika eftir það sem ég geri í eldhúsinu.

Er ekki bara skemmtilegra að elda en að lækna?

Bæði er skemmtilegt – og bætir hvort annað upp.

Hefurðu trú á að matur geti flýtt fyrir bata eða jafnvel læknað sjúkdóma?

Engin spurning. Hippocrates sá það fyrstur lækna að maturinn hefur lækningamátt.
„látið matinn vera meðal ykkar, og meðal ykkar vera maturinn“.

Hvar verður hægt að sjá þættina?

Þeir verða á fimmtudagskvöldum á ÍNN

Hvað er svo á döfinni hjá þér 2017?

Ég ætla að byrja að vinna í fjórðu matreiðslubókinni, halda áfram að gera sjónvarpsþætti, vinna á greiningardeild Landspítalans, reka stofu á Klíníkinni í Ármúla, reyna að vera góður eiginmaður og faðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Furðulegt og hættulegt háttalag ökumanns á Miklubraut

Myndband: Furðulegt og hættulegt háttalag ökumanns á Miklubraut
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Orðið á götunni: Stöðvið bruðlið, segir þjóðin

Orðið á götunni: Stöðvið bruðlið, segir þjóðin
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Real Madrid á eftir leikmanni Bournemouth

Real Madrid á eftir leikmanni Bournemouth
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gylfi og Eiður ofarlega á eftirsóknarverðum lista – Haaland nálgast toppinn

Gylfi og Eiður ofarlega á eftirsóknarverðum lista – Haaland nálgast toppinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfir þúsund sparnaðartillögur komnar til Kristrúnar – „Það er ekki hægt skera endalaust niður og vona það besta“

Yfir þúsund sparnaðartillögur komnar til Kristrúnar – „Það er ekki hægt skera endalaust niður og vona það besta“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.