Maður í Bandaríkjunum lenti nú heldur illa í því þegar hann kvartaði yfir þjónustu Burger King á Instagram síðu skyndibitastaðarins. „Gellan mín var í 20 mínútur að panta í bílalúgunni í gær,“ skrifaði hann á síðuna. Hins vegar kom þessi kvörtun fljótt í bakið á honum þegar kærastan hans sá ummælin og undraði sig á því um hvað hann væri að tala þar sem hún fór ekki með honum á Burger King kvöldið áður.
Umm afsakaðu?? Ég man ekki eftir að hafa farið í gær eða einhverntíman talað um að mér finnst Burger King gott. Um hvern ertu að tala?
Hún bætti svo við: „Jordan svaraðu í f***** símann.“
Hann var fljótur að reyna að redda sér og sagði henni að slaka á.
@shanlee_rose þú verður að slaka á, ég var með @kitcass09 og við vorum bara að spjalla saman.
Kærastan átti erfitt með að trúa því og taggaði tvær vinkonur sínar við færsluna. Vinkonurnar höfðu enga trú að hann væri að segja satt og hafa greinilega ekki verið sáttar við drenginn fyrir þetta atvik. Ein skrifaði „ég f***** vissi það“ og hin „ég sagði þér að ég sá hann með stelpu á Rogue One.“
Lokaslagið varð þegar @kitcass01, sú sem Jordan sagðist hafa verið með umrætt kvöld, tók þátt í umræðunum og skrifaði: „Vinsamlegast ekki blanda mér í þetta.“ Kærastan var ekki lengi að svara henni: „Fok**** þér, þú komst þér sjálf í þetta feita tík.’“
Þar með var þessu þó ekki lokið en @shanlee_rose ákvað að ljúka sambandinu fyrir fullt og allt á Instagram síðunni og skrifaði : „Ég vona að hamborgarinn hafi verið þess virði. Draslið þitt er úti.“
Úff.. þetta er rosalegt! Eins og sést þá voru aðrir notendur Instagram að skemmta sér konunglega yfir ummælunum á færslunni, sumir áttu erftitt með að trúa að þau væru vitni að sambandslitum á Instagram síðu Burger King. En allt getur nú gerst..