Listamaðurinn Mitch Boyer vinnur að barnabók þar sem hundurinn hans er stjarnan. Bókin heitir „Vivian the Dog Moves to Brooklyn“ eða „Hundurinn Vivian flytur til Brooklyn.“ Hún fjallar um risastóran pulsuhund sem flytur í stórborgina og er eini stóri pulsuhundurinn þar. Hún ákveður að reyna að ferðast sjálf til gamla heimilisins en til að vita hvernig ferðalagið hennar endar þá þarftu að lesa bókina þegar hún kemur út. Mitch notar galdra photoshop til að gera Vivian svona stóra. My Modern Met greinir frá þessu.
Mitch hefur safnað fyrir útgáfu bókarinnar í gegnum Kickstarter og segir þar frá að hann og Vivian hafa flutt á milli fjórra ríkja, fimm borga og tíu mismunandi heimila á síðustu fimm árum. Eftir að hafa átt heima í Brooklyn í tvö ár hafa þau ákveðið að dvelja þar áfram en kvíðinn og óþægindin við að flytja í glænýtt heimili er ferskur í minninu og var innblástur að verkefninu. Hvert ár þurfa meira en 5,5 milljón börn frá eins árs til níu ára að flytja með fjölskyldum sínum í Bandaríkjunum. Mitch vill aðstoða börn við að líða betur yfir því að flytja á óþekktar slóðir og kveðja gamlar minningar.