Hin 19 ára gamla Alexis Boatfield lét faglærðan ljósmyndara taka af sér myndir þegar hún var á síðasta ári í menntaskóla árið 2015. Hún var hæst ánægð með myndina… þar til síðasta sunnudag. Þá sýndi Alexis kærastanum sínum útskriftarmyndina og spurði hann hvort hún væri ekki sæt. „Jú, fyrir utan þetta stóra typpi fyrir ofan höfuðið á þér,“ svarði hann. Eins og gefur að skilja fékk Alexis áfall.
„Jæja, ætlaði enginn að segja mér að það væri risavaxið typpi fyrir aftan höfuðið á mér á útskriftarmyndinni?“ spurði hún hneyksluð á Twitter. Í samtali við Buzzfeed útskýrði Alexis að myndin hafi þegar verið á Facebook í meira en ár og búið væri að prenta hana út í ýmsum stærðum. Enginn virðist hins vegar hafa tekið eftir typpinu.
Alexis er þó ekki sú eina sem hefur óvart verið ljósmynduð með svokölluðum laumulók. Nokkrar ungar konur sýndu henni samhug með því að deila sínum eigin myndum.
@alexisboatfield i can relate, my hand is on one in mine 😂😅 pic.twitter.com/0JuAsESkHr
— Alyssa Morrison (@alysssaaaa____) February 7, 2017
@alexisboatfield girl me too pic.twitter.com/ZxATh2e0d9
— Kaley ☽ (@missskaleyann) February 7, 2017
@alexisboatfield don’t worry girl. I have one coming out of me pic.twitter.com/u1XEhKB0CL
— corvette✖️ (@alexis_sus) February 7, 2017