fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025

Khloé Kardashian hélt upp á merkan áfanga með Kim systur sinni

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 10. febrúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Khloé Kardashian hélt upp á merkilegan áfanga með systrum sínum á dögunum og fékk af því tilefni köku með ökuskírteini.

Tilefni veislunnar var að Khloé er loksins laus við eftirnafn fyrrum eiginmannsins Lamars Odon.

Lamar og Khloé á meðan allt lék í lyndi!

„Hei krakkar, sjáið hvað aðstoðarfólk Khloé keypti handa henni til að halda upp á að hún fékk nýtt vegabréf án gamla eftirnafnsins. Þetta er nýja eftirnafnið,“ sagði Kim, systir hennar Khloé í snapchat myndbandi á fimmtudaginn og sýndi köku með áprentaðri mynd af ökuskírteini. Neðst á kökunni stendur „Til hamingju með nafnbreytinguna!“ skrifað með sykurletri.

https://www.instagram.com/p/BQT6KrSlsrF/?taken-by=kimksnapchats

„Þetta er góður dagur!“ heyrist Khloé segja í öðru myndbandi.

https://www.instagram.com/p/BQT6h32lzkC/?taken-by=kimksnapchats

Þó að kakan líti út svipað og ökuskírteini frá Kaliforníu hafa ákveðnar breytingar verið gerðar til að lýsa lífi Khloé enn betur. Heimilisfangið er á kökunni „Freedom Lane 13,“ og í stað þyngdar í pundum, eins og til siðs er í Bandaríkjunum, stendur einfaldlega „skinny bitch“ og er þar vísað í að raunveruleikastjarnan hefur misst um 30 kíló að undanförnu.

Khloé er núna í tygjum við NBA körfuboltaleikmaninn Tristan Thompson, en skilnaður hennar við Lamar Odom gekk í gegn í desember í fyrra eftir sjö ára hjónaband. Khloé sótti um skilnað árið 2013, en frestaði málunum þegar Lamar féll í dá vegna ofskammts af fíkniefnum.

Hér blæs Khloé svo á kertin – mikið stuð!

https://www.instagram.com/p/BQT7KR7Fk6H/?taken-by=kimksnapchats

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid tapaði óvænt á heimavelli – Barcelona í kjörstöðu

Real Madrid tapaði óvænt á heimavelli – Barcelona í kjörstöðu
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Þessi ísskápsmistök gera margir

Þessi ísskápsmistök gera margir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

De Bruyne ætlar ekki að elta peningana

De Bruyne ætlar ekki að elta peningana