fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Ertu með frábæra hugmynd – Vantar þig pening til að framkvæma hana?

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 10. febrúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrkir til atvinnumála kvenna hafa verið veittir síðan 1991 og eru ætlaðar konum eða fyrirtækjum í meirihlutaeigu kvenna (51%). Allar konur sem búa yfir viðskiptahugmynd eða verkefni sem uppfyllir skilyrði um eignarhald, nýnæmi og atvinnusköpun geta sótt um.

Við á Bleikt erum sjúk í að sjá konur koma frábærum hugmyndum í framkvæmd. Við ákváðum þess vegna að heyra í Ásdísi Guðmundsdóttur sem er verkefnastjóri hjá Vinnumálastofnun og kvenna fróðust um styrki til atvinnumála kvenna.

Hér eru helstu upplýsingar sem konur þurfa að hafa fyrir umsókn um styrk:

Hægt er að sækja um styrk til að gera viðskiptaáætlun, til markaðssetningar og vöruþróunar auk svokallaðra launastyrkja fyrir þær konur sem eru nýbúnar að stofna fyrirtæki og eru að stíga skrefið til fulls í eigin atvinnurekstri.

Þess ber að geta að bæði einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrki.

Það gefur auga leið að verkefni sem búa yfir nýnæmi eiga meiri möguleika en önnur. Við kjósum að líta á nýnæmi í víðum skilningi, það getur verið vara sem er verið að þróa á nýjan hátt eða breyta, nýnæmið getur líka verið staðbundið, það er, nýtt á viðkomandi svæði. Þar sem um opinbera styrki er að ræða þurfum við að hafa samkeppnissjónarmið að leiðarljósi þegar við metum umsóknir, og mega styrkirnir ekki skekkja samkeppni í viðkomandi grein.

Styrkþegar fá helming styrks afhentan við undirskrift samnings en seinni helmingurinn er veittur er lokaskýrslu er skilað. Sem betur fer sjáum við flest verkefnin verða að veruleika.
Að sögn Ásdísar virðist enn í dag vera þörf á sérstökum styrkjum fyrir konur, það er erfiðara fyrir konur að nálgast fjármagn, auk þess að þær virðast fá lægri styrki og lán en karlmenn.
„Við heyrum það glöggt hjá okkar styrkhöfum að þær líta á styrkveitinguna sem viðurkenningu og hvatningu til að halda áfram sem er ekki síður mikilvægt en fjárstuðningurinn.“

Um umsóknina

Ásdís hvetur konur til að vanda umsóknina eins og frekast er kostur.„Mikilvægt er að fylla hana vel og ítarlega út og gæta þess að vísa ekki í fylgiskjöl. Að lýsa hugmyndinni sem nákvæmast er mikilvægt til að við fáum sem gleggsta mynd af verkefninu. Við viljum fá sem mestar upplýsingar í umsókninni sjálfri en þó getur verið gott að láta fylgja með myndir af vörunni til glöggvunar.“
Ef sótt er um launastyrk, þá þarf að fylgja með fullbúin viðskiptaáætlun.
Matsnefnd metur 5 þætti, nýnæmi, samkeppni, mögulega framþróun, lýsing á viðskiptahugmynd og áætlanagerð (fjármögnun, kostnaðaráætlun og verkáætlun). Það er því gott að hafa þessa þætti til hliðsjónar þegar umsókn er búin til.
Til umráða nú eru 35 milljónir, en mikil samkeppni er um styrkina en sjóðurinn fær að jafnaði 300 umsóknir. Það er því þess virði að vanda umsóknargerðina!

Ásdís hvetur allar frumkvöðlakonur til að skoða möguleikana á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is en einnig er hægt að fá nánari upplýsingar með því að senda okkur netpóst atvinnumalkvenna@atvinnumalkvenna.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögreglan varar við svindli – „Ekki falla í þessa gryfju“

Lögreglan varar við svindli – „Ekki falla í þessa gryfju“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Risatíðindi frá Englandi – Southgate hættur

Risatíðindi frá Englandi – Southgate hættur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.