fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024

Gigt í fótum – Nokkrar reglur

doktor.is
Miðvikudaginn 1. febrúar 2017 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó svo að gigt geti verið mjög hamlandi fyrir fólk, þá er hægt að bæta líðan allra gigtveikra. Þessar upplýsingar hér eru ætlaðar til þess að sýna fólki hvernig á að lina verki í fótum og halda getunni til göngu og hreyfingar, þrátt fyrir gigt.

Að búa við breytingar

Fólk sem er með gigt finnur óhjákvæmilega fyrir því hvernig líkaminn breytist, og oftast til hins verra. Enn sem komið er hefur engin lækning fundist, en það er hægt að reyna að hafa stjórn á gigtinni svo að gigtin taki ekki stjórnina af þér.

Hægt er að fyrirbyggja vandamál með hjálp sérfræðinga, fræðslu og með því að hugsa vel um sjálfan sig og þannig bæta líf nær allra þeirra sem þjást af gigt.

Mynd/Doktor.is

Bólgur í liðum

Til þess að skilja betur hvernig hægt er að lifa og starfa með gigt, er nauðsynlegt að vita nokkur grunnatriði. Gigt er af yfir 100 mismunandi tegundum sem allar hafa, á einhvern hátt, áhrif á einn eða fleiri liði í líkamanum. Liður er þar sem tvö bein koma saman og hreyfing getur átt sér stað. Gigt þýðir bólgur í liðum, eða vandamál í liðum.

Gigt og fætur

Vissir þú að í fætinum eru 26 bein og 29 liðamót? Þetta gerir fótinn móttækilegri fyrir gigtarvandamálum og getur valdið miklum verkjum í fótum og erfiðleikum með hreyfingu. Góð meðferð á fótum getur breytt lífi fólks og ætti að samanstanda af daglegri fóthirðu, mataræði, líkamsrækt, og réttu skótaui sem passar fætinum.

Léttu þér lífið

Að gera það besta úr hlutunum er markmiðið. Hugsaðu vel um sjálfa(n) þig. Markmiðið með meðferðaráætlun er að minnka bólgur í liðum, minnka verki og stífleika, og gera þér auðveldara með að lifa venjulegu lífi.

Meðferðaráætlun

Meðferðaráætlunin ætti að vera sniðin að þínum þörfum skv. læknisráði. Áætlunin ætti að taka mið af því

  • hversu slæma gigt þú hefur,
  • hve lengi þú hefur verið með gigt,
  • í hvaða liðum gigtin er,
  • hver einkennin eru og hvaða aðra sjúkdóma þú hefur,
  • lyfjatöku, aldri, starfi og hvað þú gerir á hverjum degi.

Rétt meðferð strax í upphafi getur haft áhrif á liðskemmdir og fyrirbyggt vandamál seinna meir.

Ekki gefast upp

Þú nærð bestum árangri úr meðferðinni ef þú ert samviskusöm/samur og gerir æfingarnar alltaf, líka þegar þér líður vel. Vonleysi og þunglyndi haldast oft í hendur við gigtina, og því er mikilvægt að halda jákvæðu viðhorfi.

Mataræði getur skipt máli

Enn sem komið er hefur engin lækning fundist með sérstöku mataræði, en það eru samt margar ástæður fyrir því að borða rétt. Það getur minnkað roðamyndun, þér líður betur og þú hefur meiri orku. Að vera of þungur leggur auðvitað meira álag á liðina og því er rétt að reyna að létta sig til að minnka álagið. Það er því skynsamlegt að fara eftir fæðuþríhyrningnum, minnka fituneyslu, en borða mikið af flóknum kolvetnum, ávöxtum og grænmeti.

Lyfjataka er einstaklingbundin

Lyf geta verið mikilvægur þáttur í meðferðinni. Þau minnka verki og slá á bólgur þegar þess þarf. Engir tveir eru eins og er best að læknirinn og sjúklingurinn vinni saman til að finna út hvað virkar best. Það er mikilvægt að tala við læknana vegna þess að þú sjálf(ur) getur best dæmt um hvað hentar þér og hvaða aukaverkanir þú hefur.

Líkamsrækt hefur þrenns konar virkni

Regluleg líkamsrækt er mjög mikilvæg því hún hjálpar til við að halda liðleikanum í liðunum. Líkamsrækt styrkir líka vöðvahópana í kringum liðina og þeir verða því stöðugri. Með reglulegri líkamsrækt bætir þú líka úthaldið og almennan styrk. Spurðu lækninn þinn hvaða æfingar séu bestar fyrir þig.

Gakktu til betra lífs

Að ganga er góð aðferð til þess að styrkja hjartað, lungun, beinin og vöðvana. Ganga hjálpar þér að slaka á, stjórna þyngdinni og almennt að láta þér líða vel. Að ganga er tiltölulega auðvelt og ódýrt og þú getur gert það hvar sem er. Flestir sem eru með gigt geta gengið sér til heilsubótar. Að sjálfsögðu ættu allir að vera í skóm sem passa rétt og eru gerðir til þess að veita réttan stuðning, vörn og þægindi. Hægt er að fá úrval af skóm sem eru sérstaklega góðir fyrir gigtveika.

Láttu þér líða vel

Að vera með gigt getur framkallað ýmsar flóknar tilfinningar sem fólki hættir til að loka á. Það er mikilvægt að láta aðra vita hvernig þér líður og hvernig þeir geta hjálpað. Heiðarleiki gagnvart sjálfum sér og öðrum getur byggt vináttusambönd sem auka vellíðan þína.

Ekki loka þig af

Það getur verið mjög gagnlegt að tala við einhvern sem er í svipaðri aðstöðu og þú, til dæmis að vera í félagasamtökum fyrir gigtveika. Þeim sem deila tilfinningum sínum og taka stjórn á aðstæðum sínum gengur betur.

Þitt er valið, þú ákveður

Enginn þekkir betur líðan þína en þú sjálfur. Þess vegna ættirðu að reyna að finna hvað hentar þér best. Settu þér markmið. Kannski miðar þér hægt áfram, en þú veist hvað hjálpar þér. Mundu að fólk sem heldur áfram getur gert ótrúlega hluti.

Reglur um fætur

1. Skoðið fæturna oft. Þeir halda þér gangandi.
2. Athugið tærnar og á milli tánna hvort þar séu blöðrur, skurðir eða skrámur.
3. Skoðið hvort einhver roði er á tám, iljum eða jörkum. Notið lítinn spegil til hjálpar.
4. Þvoið fæturna á hverjum degi og þurrkið vel, einkum á milli tánna.
5. Notið ekki kemísk efni til að hreinsa burt sigg og líkþorn.
6. Forðist að skera eða kroppa í sigg eða líkþorn.
7. Klippið neglur beint.
8. Notið rétta stærð af sokkum.
9. Forðist að nota sokka með teygju sem heldur of þétt að leggnum.
10. Ef þú ert með gigt, þá getur staða beinanna í fætinum breyst. Þú getur því þurft að skipta um eða breyta oft um skófatnað.
11. Skórnir ættu að vera mátaðir með sérfræðingi og ættu að vera þægilegir strax. Ekki treysta á að þeir víkki með notkun.
12. Mikilvægt er að skór passi vel. Stærð og lögun skónna skiptir máli. Skórnir ættu að vera nógu breiðir og djúpir til að forðast pressu á tærnar, og hælkappinn ætti að falla vel að hælnum á þér.
13. Ef þú getur ekki fundið þægilega skó, leitaðu ráða hjá stoðtækjafræðingi eða talaðu við lækni.
14. Ef fóturinn á þér snýst inn, eða skórnir slitna ójafnt, láttu lækni líta á fæturna. Greining gæti einnig verið leið að góðri lausn.
15. Ekki fara í langa göngutúra ef þig verkjar í fæturna.
16. Ef þú ert með óeðlilega verki í fótunum 1-2 klukkutímum eftir göngu, þá hefurðu sennilega ofgert þér. Sestu niður og hvíldu fæturna.
17. Reyndu að losa þig við aukakílóin svo fæturnir þurfi ekki að bera þau.
18. Ef þú tekur eftir því að ökklarnir á þér halla inn á við þegar þú gengur, þarftu sennilega á sérsmíðuðum innleggjum að halda. Leitaðu til læknis eða til stoðtækjafræðings – við leitumst við að leysa allra vanda.
19. Ef tærnar leggjast yfir hverja aðra, eða þér finnst þú vera að ganga á glerbrotum, láttu lækninn þinn vita af því eða farðu til stoðtækjafræðings.
20. Þægilegustu skórnir eru ekki endilega þeir nýtískulegustu. Þó eru til vel gerðir og flottir skór sem láta fæturna líta vel út og líða vel. Til er úrval af skóm sem eru sérstaklega góðir fyrir gigtveika.
21. Talaðu reglulega við læknana þína og stoðtækjafræðing.

Þýðing: Gunnhildur Hinriksdóttir, B.S. Íþróttafræði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Ofurbyssa Hitlers var algjör martröð

Ofurbyssa Hitlers var algjör martröð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea sagt horfa til Ipswich

Chelsea sagt horfa til Ipswich
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru bestu ráðin gegn morgunandfýlu

Þetta eru bestu ráðin gegn morgunandfýlu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fær að æfa en ekki með öðrum leikmönnum liðsins

Fær að æfa en ekki með öðrum leikmönnum liðsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segist ekki vera þjálfari en gæti keypt knattspyrnufélag

Segist ekki vera þjálfari en gæti keypt knattspyrnufélag
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.