fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Eru narsissistar sneggri að gleyma sínum fyrrverandi?

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 1. febrúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vefsíðunni Quora er hægt að spyrja spurninga um ALLT. Allir mega líka svara – svo að úr verður prýðilegur hrærigrautur af spurningum og ráðum bæði frá þeim sem eru með fimm háskólagráður, og hinum sem hafa kannski upplifað eitthvað svipað og spyrjandinn.
Sálfræðingurinn Elinor Greenberg er vinsæll svarandi á síðunni, enda er hún sprenglærð og þar að auki sérfræðingur í narsissisma.

Notendur vildu ræða hvort narsissistar væru fljótari að jafna sig eftir sambönd en aðrir. Hvort þeir væru hreinlega eldsnöggir að gleyma sínum fyrrverandi.

Elinor birti þetta svar sem lagðist vel í notendur síðunnar:

Flestir narsissistar hafa munstur sem þeir halda sig við. Hér eru nokkur algeng munstur sem sjá má hjá narsissistum gagnvart fyrrverandi mökum/elskhugum/kærustum.


Veiðimennirnir: Þegar þú ert „fallin“, og hausinn á þér kominn upp á vegg missir hann áhuga á þér. Veiðin skiptir öllu máli og hann verður allt of upptekinn við að læsa klónum í næstu bráð. Ef þú hélst að sambandið hefði einhverja þýðingu, var það mikill misskilningur.

Þeir rómantísku: Þeir munu halda upp á allar góðu minningarnar, og jafnvel ræða við annað fólk um hver góður tíminn með þér var. Þetta virðist allt miklu betra í baksýnisspeglinum heldur það var í raun á meðan sambandið stóð yfir. Ef hann kæmi aftur til þín, mundi hann eflaust fara frá þér fljótlega. Hann er ástfanginn af hugmyndinni um ást – en ekki af þér.


Þeir sem endurvinna: Þeir eru með hóp viljugra ástkvenna sem þeir fara reglulega í gegnum. Þegar hann reiðist þér eða fær leið á þér er lítið mál að færa sig á næstu stoppustöð. Þetta getur gengið endalaust – hring, eftir hring, eftir hring!
Það hvort þinn fyrrverandi mun hugsa um þig veltur á munstrinu hans. Þar sem narsissistar þurfa alltaf að næra narsissismann sinn er líklegt að hann geri það þegar hann þarf að efla egóið sitt eða upplifir sig einmana eða graðan. Reyndar ert þú líka líklegust til að hugsa til hans undir þeim kringumstæðum.


http://bleikt.pressan.is/lesa/ae-ertu-astfangin-af-sidblindingja/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Skólabörn gerðu ótrúlega uppgötvun þegar þau skoðuðu gervihnattarmyndir

Skólabörn gerðu ótrúlega uppgötvun þegar þau skoðuðu gervihnattarmyndir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.