fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Stjörnumerkin: Hvað pirrar þau?

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 9. desember 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver er auðveldasta leiðin til að pirra einhvern eftir því hvaða stjörnumerki hann er í?

HRÚTURINN – Truflaðu hann. Ef þú truflar hann við störf hans og leiðir til þess að hann kemur minna í verk, mun hann valta yfir þig af reiði.

NAUTIÐ – Komdu því á óvart. Nautið þolir ekki hið skyndilega og óvænta og mun því fríka út og verða árásargjarnt.

TVÍBURINN – Láttu hann bíða. Tvíburinn þolir ekki að vera lengi á sama stað. Honum líkar best að koma og fara þegar honum hentar og vera frjáls ferða sinna, allt annað er kvöl og pína fyrir hann.

KRABBINN – Vertu slæmur vinur. Ekkert gerir krabbann eins reiðan og einstaklingur sem er ekki fær um að endurgjalda þá vináttu, stuðning og skilning sem hann fær frá krabbanum.

LJÓNIÐ – Ekki hrósa því. Þegar þú klikkar á að hrósa ljóninu og heldur öllum hrósyrðum og viðurkenningu fyrir sjálfan þig kemur það ljóninu í fúlt skap.

MEYJAN – Skiptu þér af því sem hún er að vinna við. Meyjan þrífst á að gera hlutina með hennar eigin skipulagða hætti og ef þú reynir að skipta þér af eða taka hennar verkefni yfir, verður Meyjan viti sínu fjær.

VOGIN – Vertu hlutdræg/ur og ósanngjörn/gjarn. Ef þú kemur illa fram við vogina eða á annan hátt en þú kemur fram við aðra, mun vogin sýna þér nýja hlið á sér og reiðina sem hún býr yfir.

SPORÐDREKINN– Ljúgðu að honum. Sporðdrekinn mun taka eftir minnsta merki um óheiðarleika í sinn garð og mun snúast gegn þér og gera allt til að eyðileggja fyrir þér. Stígðu því varlega til jarðar.

BOGMAÐURINN – Hengdu þig á hann. Gríptu hvert einasta orð sem hann segir um leið og þú eltir hann um allt. Þar sem bogmaðurinn kýs að vera frjáls ferða sinna muntu með þessum hætti stuða hann verulega þar til hann loksins rekur þig frá sér.

STEINGEITIN – Stríddu henni. Steingeitin er stolt merki og hefur óbeit á því þegar henni er strítt eða gert grín að henni. Steingeitin hefur engan húmor fyrir því þegar hún sjálf er efni brandarans.

VATNSBERINN – Vertu ósammála honum. Þegar þú ert ósammála vatnsberanum eða segir þeim sem telur að hann hafi alltaf rétt fyrir sér, að hann hafi rangt fyrir sér, er það örugg leið til að eiga í löngu og erfiðu rifrildi við vatnsberann.

FISKURINN – Vertu illgjörn/gjarn. Það er erfitt að gera Fiskinn reiðan þar sem hann hefur ljúft skap og áhyggjulaust eðli, en ef að þú sýnir þeim lélega framkomu án nokkurrar ástæðu mun Fiskurinn svo sannarlega standa á sínu og svara fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Bætti met Haaland í gær

Bætti met Haaland í gær
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.