Risaeðlurnar, lokahluti leikhúsþríleiks Ragnars Bragasonar um afkima íslensks samfélags, er nístandi gamanleikur þar sem fortíð, nútíð og framtíð þjóðar mætast.
Listakona og sambýlismaður hennar þiggja hádegisverðarboð íslensku sendiherrahjónanna í Washington. Útverðir lands og þjóðar bjóða upp á þríréttað úr íslensku hráefni, borið fram af ungri, kínverskri húshjálp. Smám saman kemur í ljós að undir glæsilegu yfirborðinu leynast óþægileg leyndarmál. Í gestahúsi við sendiráðsbústaðinn er sonur hjónanna falinn eins og fjölskylduskömm. Þegar hann gerir sig heimakominn í boðinu fara beinagrindurnar að hrynja úr skápnum ein af annarri.
Hér má finna myndasyrpu frá frumsýningunni og hér má finna dóm Brynhildar Loftsdóttur um sýninguna.
Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að:
1) Líka við Bleikt á Facebook.
2) Líka við Þjóðleikhúsið á Facebook.
3) Skrifa kveðju til okkar í athugasemdakerfinu á Facebook og tagga einn vin sem þú vilt að njóti með þér.
Við drögum á morgun og uppfærum þá þessa frétt með nafni vinningshafa.
Fylgstu með Þjóðleikhúsinu á heimasíðu þeirra og Facebook.
UPPFÆRT:
Vinningshafi 8. desember er: