ArteKino hefur valið tíu framúrskarandi evrópskar kvikmyndir frá síðustu mánuðum og árum og verða þær allar aðgengilegar á netinu til 17. desember fyrir áhorfendur víðsvegar um Evrópu!
ArteKino er evrópsk kvikmyndahátíð sem haldin er á netinu. Hún var stofnuð af ARTE og Festival Scope árið 2016 og í ár býðst áhorfendum frá 45 Evrópulöndum að horfa á tíu kvikmyndir með texta á fjórum tungumálum (frönsku, þýsku, ensku og spænsku). Áhorfendum býðst einnig að kjósa myndina sem hlýtur áhorfendaverðlaun að verðmæti 30,000€. Með því að kjósa gefst áhorfendum möguleiki á að vinna fría verð á Berlin International Film Festival. Markmið ArteKino hátíðarinnar er að bjóða breiðum hópi fólks upp á netaðgang að sjálfstæðum kvikmyndum í fullri lengd sem eiga oft erfitt með að komast í sýningu í kvikmyndahúsum í Evrópu.
Í ár eru meðal annars á dagskránni nokkrar kvikmyndir sem sýndar voru á RIFF 2016, til dæmis Síðasta fjölskyldan (Ostatnia Rodzina) eftir Jan P. Matuszyński og Guðleysi (Bezbog) eftir Ralitza Petrova.
Allar frekari upplýsingar má finna á heimasíðu ArteKino og þar má einnig horfa á kvikmyndirnar á tímbilinu 10. – 17. desember. Athugið að aðeins er hægt horfa á hverja mynd 5.000 sinnum í heild.