fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Patrekur Jaime situr fyrir svörum: Drottning sem lifir lífinu og grætur yfir að þurfa að taka strætó

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. desember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrekur Jaime er samfélagmiðlaáhrifavaldur sem er bara að lifa lífinu. Hann er á fullu að undirbúa næsta ár þar sem hann er með mörg og stór verkefni í byrjun ársins og að vinna.

„Ég elska að bara hafa gaman, vera með vinum og njóta,“ segir Patrekur Jaime, sem svarar spurningum Bleikt.

Persónuleiki þinn í fimm orðum? Tæpur, fyndinn, real, queen og opinn.

Hver er þinn helsti veikleiki? Strákar.

Stíllinn þinn í fimm orðum? Basic, klassískur, þægilegur, flottur og cute.

Hvernig eru þínar jólahefðir? Er ekki með neinar sérstakar jólahefðir er bara með mjög venjuleg jól.

Hvað er best við jólin? Hitta vini og fjölskyldu þar sem ég bý ekki í sama bæjarfélagi og mörg þeirra.

Ef þú ættir fimm milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir) Hver segir að ég eigi ekki fimm miljónir?

Twitter/Facebook/Snapchat/Instagram? Snapchat og Instagram get ekki valið á milli.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án? Síma og brúnkukrems.

Hvað óttastu mest? Köngulær.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum? Íslenskt rapp.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”? Ég elska Metro skyndibitastaðinn.

Hvernig var fyrsti kossinn? Fyrsti svona alvöru kossinn minn var held ég bara því miður sóðalegur djammsleikur.

Hver væri titill ævisögu þinnar? Patrekur Jaime leiðin á toppinn.

Hvaða leynda hæfileika hefur þú? Er ekki með neina leynda hæfileika held ég.

Hvað fékk þig til að tárast síðast? Ég hélt ég þyrfti að taka strætó um daginn, fór smá að gráta, þurfti þess svo ekki þannig ég eyðilagði bara makeupið, en það var skárra en að fara í strætó.

Fyrirmynd í lífinu? Charlotte Crosby.

Hvaða sögu segja foreldrar þínir endurtekið af þér? Eru alltaf að tala um hvað ég var óþekkur í grunnskóla.

Ertu með einhverja fobíu? Köngulær og ef einhver snertir bak við eyrun á mér.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Byrja á samfélagsmiðlun og flytja til Reykjavíkur.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Kallaði einu sinni gaur sem ég var að „deita“ nafninu á fyrrverandi, það var frekar neyðarlegt. Við erum ekki að „deita“ lengur.

Með hverjum lífs eða liðnum myndir þú vilja verja einni kvöldstund? Charlotte Crosby.

Lífsmottó? Gerðu þetta bara þú deyrð á endanum.

Hvar er hægt að fylgjast með þér? Snapchat: patrekur00 og Instagram: patrekurjaime.

Hvað er framundan hjá þér á nýja árinu? Mjög mikið og spennandi, lofa því allavega að þið munuð sjá helmingi meira af mér á næsta ári.

Uppáhalds útvarpsmaður/stöð? Áttan FM er queen.

Uppáhalds matur/drykkur? Franskar.

Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit? Ég elska queen Nicki Minaj.

Uppáhalds kvikmynd/sjónvarpsþættir? Geordie Shore eða Real Housewives of Atlanta.

Uppáhalds bók? Booring hver les bók?

Uppáhalds stjórnmálamaður? Hef ekki hugmynd fylgist ekkert með þessu.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? Lifið lífinu queens.

Hægt er að fylgjast með Patreki Jaime á Snapchat: patrekur00 og Instagram: patrekurjaime.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Samherji Kane með ansi gott grín eftir leik – Sjáðu hvað hann gerði

Samherji Kane með ansi gott grín eftir leik – Sjáðu hvað hann gerði
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fullyrðir að Gylfi sé ekki að ýta á það að fara frá Val

Fullyrðir að Gylfi sé ekki að ýta á það að fara frá Val
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Eiður og Vicente í KR

Eiður og Vicente í KR
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Barcelona mun bjóða markavélinni framlengingu

Barcelona mun bjóða markavélinni framlengingu
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Marius Borg reyndi að eyða sönnunargögnum áður en hann var handtekinn

Marius Borg reyndi að eyða sönnunargögnum áður en hann var handtekinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.