Í Litlu vínbókinni deilir Jancis Robinson, einn virtasti víngagnrýnandi heims, sérfræðiþekkingu sinni með lesendum á hnyttinn og aðgengilegan hátt. Hún hjálpar okkur að fá sem mesta ánægju út úr þessum dularfulla og dásamlega drykk og fjallar meðal annars um muninn á hvítvíni og rauðvíni, flöskulögun og –miða, bragðlýsingar, lit og lykt, hvernig para eigi vín við mat og hvort dýrara sé betra.
Lesa má nánar um bókina hér.
Hjónin Elías og Agnes Vahlund eru höfundar Handbók fyrir ofurhetjur sem hefur slegið í gegn í Svíþjóð og er mest selda barnabókin 2017. Lísu líður illa í nýja skólanum. Nokkrir strákanna leggja hana í einelti og á hverjum degi leitar hún skjóls á bókasafninu. Einn daginn rekst hún á bók sem inniheldur 101 æfingu fyrir þau sem vilja verða ofurhetjur. Getur verið að það sé hægt? Bókin er hröð, spennandi og skemmtileg saga um stúlku sem tekur málin í eigin hendur.
Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að:
1) Líka við Bleikt á Facebook.
2) Líka við Drápa á Facebook.
3) Skrifa kveðju til okkar í athugasemdakerfinu á Facebook og tagga einn vin sem þú vilt að njóti með þér.
Við drögum á morgun og uppfærum þá þessa frétt með nafni vinningshafa.
Fylgstu með Drápa á heimasíðu þeirra, Facebook og Instagram.
UPPFÆRT:
Vinningshafi 6. desember er: