„Allur ágóði rennur í sjóð sem eyrnamerktur er einstaklingum sem eru í fjárhagslegri neyð og stunda starfsendurhæfingu hér í Janusi endurhæfingu,“ segir Þórdís Halla Sigmarsdóttir Iðjubraut Janusar endurhæfingar.
Til sölu verða listhandverk sem unnin eru í Janusi endurhæfingu með endurnýtingu og umhverfisvæna hugsun í huga. Hér er kjörið tækifæri til að styðja gott og þarft málefni um leið og gerð eru góð kaup.
Jólamarkaðurinn verður 7. desember kl.12 til 17, Skúlagötu 19, 2. hæð.
Einnig verða munir til sölu frá 9 – 16 alla virka daga í desember.