Bókinni er skipt í kafla og í þeim fyrsta fjallar höfundurinn um litafræði í víðum skilningi, allt frá virkni augans í uppbyggingu litahringsins og þýðingu lita fyrir manninn, aftur í forsögulegan tíma. Hún dregur fram þá mynd að náttúrulegt umhverfi mannsins er litaríkt, þar var auðvelt að nálgast fæðu. Liturinn er tákn lífsins. Svo fjallar hún um hvaða áhrif litir hafa á fólk. Með þann grunn fjallar hún um liti í borgarumhverfi, byggingum, utan á húsum, hvernig í rauninni borgarumhverfi verður sífellt litlausara. Hún fjallar líka um liti í fatnaði, bílum og á heimilum. Hún fer vel í það í bókinni hvernig hvíti veggjaliturinn, sem okkur finnst mjög hlutlaus, hvernig hann er tískusveifla og á leiðinni niður. Núna eru litirnir í uppsveiflu. Með bókinni gefur höfundur manni verkfæri í að skapa persónulegan stíl með litanotkun, það eru viðmið í bókinni, en engar reglur.
Lesa má nánar um bókina hér og hér.
Sögusviðið er hið kristilega bókstafstrúarríki Gíleað, landfræðilega staðsett þar sem nú eru Bandaríkin. Gíleað er einræðisríki, stjórnað af hvítum karlmönnum. Hlutverk kvenna er að þjóna karlmönnunum og eru þær flokkaðar eftir því sem þær þykja nýtast best. Skelfileg framtíðarsýn ársins 1985 er óhugnanlega nálægt raunveruleika dagsins í dag, rúmum 30 árum síðar. Höfundur segir sjálfur að ekkert í bókinni sé skáldskapur, allt hafi þetta gerst einhvers staðar í heiminum á einhverjum tíma.
Lesa má nánar um bókina hér.
Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að:
1) Líka við Bleikt á Facebook.
2) Líka við Bókabeitan á Facebook.
3) Skrifa kveðju til okkar í athugasemdakerfinu á Facebook og tagga einn vin sem þú vilt að njóti með þér.
Við drögum á morgun og uppfærum þá þessa frétt með nafni vinningshafa.
Fylgstu með Bókabeitunni á heimasíðu þeirra, Facebook og Instagram.
UPPFÆRT:
Vinningshafi 4. desember er: