fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Persónuleikapróf: Hvernig kreppir þú hnefann?

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. desember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig þú kreppir hnefann segir margt um persónuleika þinn. Það getur sagt til um skapgerð þína, almennt viðhorf þitt til lífsins og einnig hvernig þú bregst við ákveðnum aðstæðum. Áður en þú lest lengra krepptu hnefann og athugaðu hvort þú gerir það eins og mynd 1, 2 eða 3 sýnir.

Ef þú kreppir hnefann svona þá ertu blíð manneskja. Þú ert viðkvæmur, samúðarfullur og hugulsamur. Það sem gerir þig einstakan er tilfinningagreind þín. Þú ert fær um að taka mið af tilfinningum annarra og bregðast við í samræmi við þær, sem gerir þig að manneskju sem gott er að nálgast.

Þú ert skipulagður, rökfastur og skapandi. Þú ert frekar innhverfur og velur að blanda saman einveru og félagslífi. Þú ert örlítið óþolinmóður þegar kemur að þeim hlutum sem þú velur að sinna. Það eina sem þú þarft að vera varkár um er fólk. Fólk (samt ekki allir) munu reyna að notfæra sér góðmennsku þína og þú, góða manneskjan sem þú ert, munt jafnvel ekki mótmæla. Vertu þú sjálfur, en vertu varkár.

Ef þú kreppir hnefann svona þá lýsa hæfileikar þínir, sjarmi og útgeislun þér betur en þú gætir gert með orðum. Þú ert opinn persónuleiki og tilbúinn að bregðast við aðstæðum strax. Þú felur aldrei tilfinningar þínar. Þú lætur allt flakka og hikar ekki við að segja frá hvernig þér líður.

Þú ert hvetjandi, metnaðarfullur og átt þér markmið sem þú vinnur að þó leynt fari. Þú átt þér drauma sem þú heldur leyndum fyrir öðrum af því þú treystir ekki öðrum til að skilja þá. Draumar þínar eru það eina sem þú felur fyrir öðrum því þú treystir ekki öðrum til að skilja þá. Þú vinnur að því sem þú vilt fá út úr lífinu og er mjög einbeittur að vinna að takmarkinu. Það eina sem vinnur gegn þér er að fólk hefur tilhneigingu til að dæma þig á rangan hátt, en staðreyndin er sú að það er þeirra vandamál en ekki þitt.

Ef þú kreppir hnefann eins og myndin sýnir táknar það að þú ert innhverfur. Þú felur þumalinn líkt og hugsanir þínar sem þú vilt ekki deila með öðrum. Þér líkar eigin félagsskapur
og 
fárra vina því það sem þú gjörsamlega hatar er drama. Þú þolir ekki fólk sem er gervilegt og heillast af þeim sem eru heiðarlegir og hreinskilnir.

Þú vilt aðeins hafa fólk í lífi þínu sem þú getur átt djúpar og innihaldsríkar samræður við. Þú vilt verja tíma með fólki en eftir ákveðinn tíma þarftu tíma í einrúmi. Það sem æsir þig
upp er þegar fólk ryðst inn á þig án samþykkis þíns og guð hjálpi þeim sem eyða tíma þínum til einskis. Þú ert heiðarlegur og hreinskilinn, passar að meiða ekki aðra og ef það er eitthvað sem færir þér ró, þá er það friðurinn í þínu persónulega rými, þar sem þú einn dvelur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gleðileg jól, kæru lesendur

Gleðileg jól, kæru lesendur
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.