Snookie var greind þriggja vikna gömul með meðfæddan galla sem ber latneska heitið hypertrichosis og veldur því að hún er mjög loðin og með þykkar klær. Gallinn sem kallaður hefur verið „varúlfa heilkenni“ hefur aðeins greinst í örfáum köttum á heimsvísu og það er gnægð hormóna sem veldur gallanum.
Eigandi Snookie, Julie Duguay, segir að margir haldi hana hund sökum þess að útlitslega líkist hún Shih Tzu hundakyninu. „Ég þarf stöðugt að snyrta hana og klippa á henni hárið, annars fer það í munn hennar og augu og hún sér ekki hvert hún er að fara.“
Duguay starfar sem hundasnyrtir og á tvo aðra ketti, þar á meðal einn sem er alveg hárlaus. Hún elskar feld Snookie þar sem hún getur endalaust snyrt hann, klippt og litað. Síðustu jól litaði hún jólatré á bak hennar og hún hefur klippt skottið á henni þannig að það líkist dúskum. „Ég klippi hana á ýmsan máta og henni er alveg sama, hún nýtur þess algjörlega. Þegar ég pósta myndum af henni spyr fólk ýmist hvort að hún sé alvöru eða hvort að hún sé hundur.“