Unglingarnir byrjuðu á að mála salinn steingráan, kaupa nýja sófa, fá mann í að teppaleggja, kaupa nýjan skenk undir bíótjaldið og fleira. Ráðið fékk þá góðu hugmynd að gera samstarfssamning við veitingastaðinn Papa’s. Núna heitir bíósalurinn Papasbíó og í staðinn fær félagsmiðstöðin Þruman eina pizzuveislu á mánuði frá Papa’s.
Það eru greinilega hugmyndaríkir krakkar í Þrumunni með gott viðskiptavit.