„Sveinn og Snæfinnur voru í móttökunefnd meðan Ívar Daníels og Mummi voru að halda jólatónleika fyrir fullu húsi, svo skyndilega rétt fyrir miðnætti hvarf Sveinn,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Austur. „Starfsfólk Austurs skilur ekki hvernig hann gat horfið án þess að nokkur tæki eftir því þar sem hann er um 180 cm á hæð, rauður og með góða bumbu!“
Lögreglu var gert viðvart og búið er að fara yfir myndavélar. Ljóst er að þjófurinn stóð einn að verki og var vel í glasi. Því miður sést ekki nógu vel í andlit viðkomandi og er búist við að birtar verða myndir af þjófnum í fjölmiðlum til að sjá hvort einhver geti borið kennsl á hann. Eins og áður sagði er Sveinn180 cm á hæð, með hvítt skegg, í svörtum skóm og með bumbu.
„Á Þorláksmessu er Högni með fría jólatónleika, og er varla hægt að halda af stað án Sveins þar sem hann gegnir lykilhlutverki í móttöku staðargesta,“ segir Víkingur Heiðar, sem býður veglegt Helix flöskuborð fyrir þann sem getur bent á hvar Sveinn er niðurkominn.