Gunnar, sem starfar hjá Valka ehf., fór „all in“ í piparkökuhúsagerð í jólaskreytingarkeppni í vinnunni. Og uppskar fyrir erfiðið, eina rauðvínsflösku fyrir bestu einstaklingsskreytinguna. „Þetta er þriðja árið í röð þar sem ég er búinn að „hæpa“ þessa keppni upp úr öllu valdi,“ segir Gunnar. „Húsið er að vísu bara hluti af skreytingu deildarinnar sem er aðalkeppnin, en svo er keppni um flottustu einstaklingsskreytinguna og flottasta búninginn og vann ég einstaklings skreytinguna.“
Þegar keppni var lokið var spurning hvað gera ætti við húsið og ákvað Gunnar að halda smá uppboð á Facebook og styrkja Barnaheill um andvirðið, boðið stendur í 50.000 kr. og lýkur uppboði á hádegi í dag. „Það gengur bara vonum framar og stendur hæsta boð í 50 þúsund, sem er töluvert betra en að láta þetta tækifæri til að láta gott og sér leiða sleppa.“
Þeir sem vilja hækka boðið eru hvattir til að senda Gunnari skilaboð
Piparkökuhús til sölu (uppboð til styrktar Barnaheill)
Hæstaboð: 50.000,- kr
Eigandi boðs: LandsbankinnJæja gott fólk.
Eins og flestir hafa tekið eftir fór ég all in í að gera piparkökuhús sem part af jólaskreytingu í jólaskreytingarkeppni vinnunar. Nú er sú keppni afstaðin og vann ég eina rauðuvínsflösku fyrir bestu einstaklingsskreytinguna. Nú veit ég ekkert hvað ég á að gera við piparkökuhúsið svo ég ætla að halda smá uppboð hér á FB næstu tvo daga og á hádegi 21 des. verður þetta fallega hús selt hæst bjóðanda. Í anda jólanna ætla ég að láta allt söluverðið renna óskipt til Barnaheill þar sem jólin eru í mínum huga fyrst og fremst hátíð Barna og fjölskyldna þeirra.Þetta piparköku hús er eftirlíking af parti Vesturvarar 29 í Kóparvogi. Húsið er c.a. 60*40*10cm.
þar sem þetta er frumraun piparkökugerðarmannsins er smá galli í þaki (sykurgler aðeins of lint á öðrum helming). Eins og með öll piparkökuhús er endingin ekki góð en getur eflaust glatt einhvern heppin einstakling framm yfir jól.
Tímarnir sem fóru í þetta hús skipta tugum. Kötlurúllurnar af piparkökudeigi eitthvað yfir 10 (með mistökum sem þurfti að henda). Það fylgja því ljósastaura, ljósasería í þakkanti sem og marglit sería inn í rími. Allt rafmagn var lagt af mér og er án ábirgðar (þetta eru batteri seriur).
Jólatréin eru úr plastefnum og einnig hægt að endurnýta.
Platan er hurðarspjald úr IKEA innréttingu.
Endilega deilið þessari auglýsingu sem víðast og bjóðið sem hæst. Það væri mér mikil gleði að vita til þess að þessi vinna gæti skilað sér vel til Barnaheilla rétt fyrir hátíðarnar.
Finnally in the cosmo.Merry Christmas everyone
Posted by Gunnar Hrafn Hall on 15. desember 2017