Í rannsókn sem The Knot gerði fyrr á árinu og birti nýlega niðurstöður úr eru nokkrir staðir algengari en aðrir þegar kemur að svarinu við þeirri spurningu. 14 þúsund bandarísk pör svöruðu spurningum í könnuninni: hvar hittust þau fyrst, hvernig eru þau að skipuleggja brúðkaupið og hvernig hringa keyptu þau.
Í ljós kom að sífellt fleiri pör kynnast á netinu, en 19% þeirra sem tóku þátt kynntust þar, hvort sem það var í gegnum samfélagsmiðla, stefnumótasíður eða stefnumótaöpp. Talan var 14% í sambærilegri könnun árið 2015.
Fyrir suma gæti þessi niðurstaða komið á óvart þar sem margir eru á þeirri skoðun að stefnumótasíður og öpp séu það alls ekki, heldur frekar vettvangur fyrir einnar nætur kynni og kynlíf án skuldbindinga.
En samkvæmt könnuninni eru algengustu staðirnir til að hitta framtíðarmaka þessir:
1) Á netinu
Eins og áður kom fram kynntust 19% svarenda maka sínum á netinu. Af þeim, 17% í gegnum stefnumótasíður eða öpp og 2% gegnum samfélagsmiðla.
Þar sem sífellt fleiri eyða sífellt meiri tíma á netinu, þá kemur það ekki á óvart að fólk kynnist fyrst þar þar sem netið býður upp á einfalda og fljótlega leið fyrir fólk í makaleit til að kynnast öðrum einstaklingi með sömu áhugamál og lífsgildi og það sjálft. Stefnumótasíður og öpp gera þetta enn einfaldara með því að bjóða upp á að haka við valmöguleika um hvernig framtíðarmakinn á að vera eða að lesa lýsingar á honum, án þess að setja sig í samband við viðkomandi fyrst.
2) Gegnum vini
17% svarenda kynntust í gegnum vini, hvort sem það var í partýi eða var stefnt saman af sameiginlegum vini/vinum.
Þetta er ein vinsælasta aðferðin til að kynnast væntanlegum maka og kemur ekki á óvart þar sem þetta er auðveld leið til að sjá hvort viðkomandi einstaklingar muni eiga saman þar sem þeir eiga sameiginlega vini. Þetta hjálpar einnig til við að „útrýma“ lélegum valkostum þar sem góðir vinir eru ekki feimnir við að gefa álit sitt á hvort að einhver vinur þeirra er vænlegur til stefnumóta og/eða sambands.
3) Í háskóla
15% svarenda kynntust ástinni í lífi sínu í háskóla, hvort sem parið var saman í bekk/fagi eða hittist bara í skólanum.
Þrátt fyrir að sumum þyki erfitt að rækta samband samhliða álaginu sem fylgir því að vera í háskóla, þá virðist mörgum takast það án vandkvæða. Það sem dregur einstaklinga saman er að þeir hafa oft sömu markmið í lífinu, báðir eru til dæmis að mennta sig, þannig að strax eiga þeir það sameiginnlegt.
4) Í vinnu
12% svarenda kynntust í vinnunni, sem er sérstakt í ljósi þess að margir telja að ekki eigi að blanda vinnu og einkalífi saman. Margir eyða samt það miklum tíma í vinnunni að það er eini staðurinn þar sem þeir eiga möguleika á að kynnast væntanlegum maka.
En sama hvar og hvenær fólk kynnist væntanlegum maka sínum og sálufélaga þá eiga grunnreglurnar alltaf við: ást, vinátta og virðing og að rækta sambandið vel um leið og hvort annað.