fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024

Biggi lögga gefur af sér – „Hugsum um hvert annað, þannig samfélag er gott samfélag“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 20. desember 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Guðjónsson, eða Biggi lögga, fékk eins og fjöldi annarra starfsmanna jólagjöf frá vinnunni sinni. Í stað þess að nota hana sjálfur, ákvað hann að láta gott af sér leiða og gefa hana áfram til fjölskyldu sem þurfti á henni að halda.

Í færslu sem hann birtir á Facebook, segir hann frá gjöfinni og hvetur jafnframt aðra sem tök hafa á að láta gott af sér leiða og að við hugsum um hvort annað, því þannig samfélag sé einfaldlega betra samfélag.

Það tíðkast gjarnan hjá fyrirtækjum og stofnunum að gefa starfsmönnum sínum smá jólagjöf. Mér finnst það fallega gert og er sannfærður um slíkt skilar sér til baka til fyrirtækissins í jákvæðara og betra starfsfólki. Við hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fengum líka gjöf þetta árið. Það var þessi fína matarkarfa og er ég að sjálfsögðu afskaplega þakklátur fyrir það.

Lögreglustarfið er þess eðlis að maður kynnist öllum hliðum samfélagsins. Það gefur manni líka þá gjöf að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Það eru nefninlega svo margir sem hafa það ekki jafn gott og maður sjálfur. Í þetta sinn ákvað ég því, í samráði við eiginkonuna, að gefa gjöfina sem ég hafði fengið frá lögreglunni áfram út í samfélagið.

Ég óskaði eftir aðstoð við að finna einhvern sem þyrfti hugsanlega meira á þessari gjöf að halda en ég. Það tók ekki langan tíma að finna þann aðila, og í gær leit ég svo í heimsókn. Ég var í vinnunni þegar ég fór með pakkann. Umrædd fjölskylda býr í blokk og þegar ég var að ganga upp stigann heyrði ég litla rödd kalla á móti „hver er!“. Svo tiplaði á móti mér lítill stubbur sem snéri auðvitað við á punktinum þegar hann sá að þetta var löggan. Hann átti væntanlega ekki von á henni í heimsókn. Það kom líka smá furðusvipur á móðurina þegar ég mætti henni með stóran kassa sem ég sagði að væri handa henni. Ég veit ekki hvað hún hefur haldið. Á bak við hana voru fleiri forvitin lítil andlit sem vildu ólm kíkja í kassann. Eftir nokkur stór augu innilegar þakkir kvaddi ég þessa fallegu fjölskyldu. Þá kom litli stubburinn sem hafði tekið á móti mér á stigaganginum, hlaupandi aftur út úr einu herberginu til mín og kallaði núna „knúús!“. Hann gaf mér svo þéttingsfast knús og við óskuðum hvor öðrum gleðilegra jóla.

Seinna um daginn fékk ég svo þessi skilaboð á facebook; „Sæll kæri Biggi
Ég er búin að sitja og hugsa hvað ég geti sagt eða gert til að sýna þakklæti fyrir þessa æðislegu gjöf frá þér. Ekki bara fáum ég og börnin mín æðislegan jólamat heldur róar þetta kvíða minn fyrir jólunum um meira en helming ! Eina sem ég get sagt er takk !! Vona að þú og þín fjölskylda munið eiga gleðileg jól “ Hvað getur maður sagt? Þessi orð, svo ekki sé talað um knúsið, voru miklu dýrmætari gjöf handa mér en sú sem ég gaf þeim.

Það er gaman að fá gjafir og ég get sagt það með sanni að þessi gjöf frá lögreglunni þetta árið er sú allra besta sem ég hef nokkurntíman fengið frá nokkru fyrirtæki. Hún var svo sannarlega hverrar krónu virði og miklu meira en það. Þetta sem ég gerði kostaði sjálfan mig ekki krónu og þess vegna snýst þetta nákvæmlega ekkert um að ég sé eitthvað góður eða eitthvað slíkt. Alls ekki! Þetta kallast bara skynsamleg ávöxtun og ekkert annað. Mér fannst móttökurnar bara svo fallegar að mig langaði til að deila þeirri jólasögu með ykkkur.

Að lokum langar mig til að nota tækifærið og segja frá því að ég hef fengið ábendingar um að þau hjá Draumasetrinu Héðinsgötu 10 vanti mat fyrir jólin. Draumasetrið er áfangaheimili með fjöritíu íbúum sem hafa átt við áfengis- eða vímuefnavanda að etja. Þarna er unnið frábært starf þar sem lífum er bjargað og fólki er hjálpað að koma undir sig fótunum á ný. Ef þú átt eitthvað til að gefa eða hefur jafnvel fengið jólagjöf frá þínu fyritæki sem þig langar til að ávaxta þá getur þú svo sannarlega gert það með því að gefa gjöfina áfram þangað.

Hugsum um hvert annað. Þannig samfélag er gott samfélag. Þannig eru jólin.

Það tíðkast gjarnan hjá fyrirtækjum og stofnunum að gefa starfsmönnum sínum smá jólagjöf. Mér finnst það fallega gert og…

Posted by Birgir Örn Guðjónsson on 20. desember 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

„Þetta er ekki 20 ára gamalt röfl af netinu heldur staðreynd úr samtíma okkar“

„Þetta er ekki 20 ára gamalt röfl af netinu heldur staðreynd úr samtíma okkar“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Móðir barns með fötlun sendir forystu KÍ opið bréf – „Þeir sjá bróður sinn þjást og vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa“

Móðir barns með fötlun sendir forystu KÍ opið bréf – „Þeir sjá bróður sinn þjást og vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Birtir mynd af sér þar sem hún er ekki í nærbuxum – Sjáðu myndina sem Instagram gæti hent út

Birtir mynd af sér þar sem hún er ekki í nærbuxum – Sjáðu myndina sem Instagram gæti hent út
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fletcher missti hausinn og öskraði á dómarann: Dæmdur í bann – ,,Andskotans brandari í hverri einustu viku“

Fletcher missti hausinn og öskraði á dómarann: Dæmdur í bann – ,,Andskotans brandari í hverri einustu viku“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Gekk inn í líkamsræktarstöð – Fannst látinn í sólbekk þremur sólarhringum síðar

Gekk inn í líkamsræktarstöð – Fannst látinn í sólbekk þremur sólarhringum síðar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Palmer viðurkennir að hafa verið pirraður í sumar: ,,Af hverju ekki ég?“

Palmer viðurkennir að hafa verið pirraður í sumar: ,,Af hverju ekki ég?“
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað gerist þegar maður hættir á Ozempic? Ný rannsókn varpar ljósi á það

Hvað gerist þegar maður hættir á Ozempic? Ný rannsókn varpar ljósi á það

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.