Neðangreint bréf barst til skrifstofu fyrirtækis nokkurs hér í bæ, eftir að fyrirtækið hafði styrkt hádegismat fyrir aldraða. Eldri kona eignaðist nýtt útvarp í happdrætti sem hinir öldruðu gátu tekið þátt og sendi hún því bréf til að þakka fyrir sig. Þakkarbréfið sýnir vel að við ættum aldrei að vanmeta náungakærleikann.
Kæra fyrirtæki,
Guð blessi ykkur fyrir fallega útvarpið sem ég vann við eldri borgara máltíðina. Ég er 84 ára og bý á Grund. Fjölskylda mín er öll fallin frá og ég er alein og vil þakka fyrir góðvildina til gamallar konu sem engan á að. Herbergisfélagi minn er 95 ára og hún hefur alltaf átt sitt eigið útvarp. Áður en ég vann mitt útvarp, þá vildi hún aldrei leyfa mér að hlusta á sitt útvarp, ekki einu sinni þegar hún var ekki heima eða sofandi.
Um daginn datt útvarpið hennar af náttborðinu hennar og brotnaði. Það var hræðilegt, hún hágrét og spurði hvort að hún mætti hlusta á útvarpið mitt. Ég sagði við hana að það myndi frjósa í helvíti áður en hún fengi að hlusta á útvarpið mitt.
Takk kærlega fyrir að gefa mér þetta tækifæri.
Kær kveðja Guðrún