fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024

Edda og Soffía: Hárið leikur í höndum þeirra

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 17. desember 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: Sigtryggur Ari/DV

Vinkonurnar Edda Sigrún Jónsdóttir og Soffía Sól Andrésdóttir eru fæddar árið 2003 og sameiginlegt áhugamál þeirra er hár og hárgreiðslur.

Það sem byrjaði sem greiðslur í hár vinkvenna hefur undið upp á sig og í dag eru þær með ICEHAIRSTYLES á Instagram, komnar í samstarf við Modus í Smáralind og vinkonur og ættingjar biðja þær um að sjá um hárgreiðslur fyrir jólin, fermingar og aðrar veislur.

„Þetta byrjaði þannig að við vorum að greiða og gera greiðslur í hár vinkvenna okkar í sama bekk,“ segir Edda. „Síðan ákváðum við að útbúa síðu á Instagram og pósta myndum af greiðslunum þar inn og fyrst voru það bara vinkonurnar sem voru að like-a við síðuna,“ segir Soffía. Fljótlega fór þó like-unum að fjölga og síðan vakti athygli Hermanns, eiganda hárgreiðslustofunnar Modus í Smáralind.

„Honum leist vel á það sem við vorum að gera og hafði samband og við erum búnar að fara tvisvar í Modus og gera hárgreiðslur á snappinu þeirra. Síðan vorum við með einn gjafaleik,“ segir Edda.

Auk þess að eiga hár og hárgreiðslur sem áhugamál þá er Edda að æfa crossfit og Soffía er að æfa fótbolta.

#Áhugamálið nýtist sem lokaverkefni í grunnskóla

Þær eru duglegar að æfa sig, bæði að útbúa greiðslu í eigið hár, á hvor annarri eða á hári vinkvenna sinna. Þær segja einfalda greiðslu taka innan við 10 mínútur, en flóknari allt upp í hálftíma. „Þá er maður að nota sprey og slíkt, en maður mætir ekki með þannig greiðslu í skólann,“ segir Soffía.

Þær hafa báðar verið beðnar um að gera hárgreiðslu fyrir fermingar, bæði fyrir vinkonur og frænkur. „Systir mín sem er 21 árs er líka búin að biðja mig um að greiða sér,“ segir Edda.

Þær ætla að nýta áhugamálið fyrir lokaverkefni 10. bekkjar. „Við ætlum að gefa út blað, sem verður hárblað,“ segir Soffía.

Þó að áhuginn sé mikill á hári og hárgreiðslum í dag, þá eru vinkonurnar ekki búnar að ákveða hvort þær leggi hárgreiðsluna fyrir sig sem ævistarf. Báðar segjast þó allavega til í að vinna við hana sem hlutastarf í framtíðinni og þó að unglingavinnan verði líklega ofan á sem sumarvinnan árið 2018, segjast þær báðar til í að vinna frekar á hárgreiðslustofu. Hvort hárgreiðslan verður ævistarfið verður tíminn að leiða í ljós en fram að því halda þær áfram að hafa hendur í hári vinkvenna sinna og sínu eigin.

Mynd: Sigtryggur Ari /DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United ætlar að berjast af krafti við Liverpool

United ætlar að berjast af krafti við Liverpool
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Bellingham valinn bestur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fólki var brugðið þegar þau sáu þetta – Óvænt gifting á Old Trafford í gær

Fólki var brugðið þegar þau sáu þetta – Óvænt gifting á Old Trafford í gær
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Félag fasteignasala afhjúpaði fasteignasala sem er ákærður fyrir fjárdrátt – „Slík mál eru sem betur fer mjög sjaldgæf“

Félag fasteignasala afhjúpaði fasteignasala sem er ákærður fyrir fjárdrátt – „Slík mál eru sem betur fer mjög sjaldgæf“