fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025

Stjörnumerkin: Hvaða merki mynda bestu vináttusamböndin?

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. desember 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fræðum stjörnumerkjanna þá eiga sum merki betur saman en önnur og margoft hefur verið fjallað um hvaða merki eiga best saman þegar kemur að ástinni.

En sama á við um vinasambönd, sum merki eiga betur saman þar en önnur. Það er líka mikilvægt að eiga gott samband við vini sína, þeir eru aðilar sem hlæja með manni, standa með manni þegar illa gengur og hlusta á mann tuða þegar illa gengur í ástarmálunum.

Þetta eru stjörnumerkin sem eiga best saman sem vinir:

Hrútur og Vatnsberi
Þessi tvö merki saman eru frábær blanda. Merkin eru góð saman, Hrúturinn er heilinn í vinasambandinu og Vatnsberinn er hjartað. Ólíkir eiginleikar þeirra gera það að verkum að þau bæta hvort annað upp, Hrúturinn er alltaf með jákvætt viðhorf og lyftir Vatnsberanum upp þegar hann er niðurdreginn og breytilegur í skapinu.
Vatnsberinn er engu að síður skynsamur og getur því haft hemil á Hrútnum þegar hann sleppir sér.

Naut og Krabbi
Þegar kemur að traustri vináttu þá er vinátta Nauts og Krabba sterkust. Bæði merki eru traust og í góðum tengslum við tilfinningar sínar, þannig að þau hafa ríka samkennd með hvort öðru og fólkinu sem þau umgangast saman. Þau kunna að slappa af saman og eru líklegri til að stunda saman gefandi áhugamál og eiga kvikmyndakvöld saman frekar en kvöld á djamminu.
Krabbinn er tilfinningaríkur og þarf sterka öxl til að halla sér að og Nautið hefur hana. Nautið er nógu rökrétt til að hjálpa Krabbaum þegar hann í vanda og í staðinn hunsar Krabbinn ýtna framkomu Nautsins.

Tvíburi og Ljón
Þegar þú hugsar um góða tíma þá koma Tvíburi og Ljón strax upp í hugann. Saman eru þau einstaklega skemmtileg og þau eru alltaf lífið og sálin í öllum partýum. Þau eru bæði félagsleg merki svo þér mun aldrei leiðast í félagsskap þeirra. Hins vegar eru þau bæði þekkt fyrir að vera tilfinningalega þurfandi.
Þessvegna eru Tvíburinn og Ljónið fullkomin til að styðja hvort annað, þau vita nákvæmlega hvað hinn aðilinn þarf að heyra. Ljónið er sterkari aðilinn í vináttusambandinu og hann tekur að sér að koma þeim í gegnum erfiðar aðstæður. Þau lenda oft í vandræðum saman, en gera það alltaf hlægjandi.

Meyja og Sporðdreki
Eins og oft er með sálufélaga þá eru Meyja og Sporðdreki andstæður sem laðast að hvor annarri. Meyjan hefur tilhneigingu til að halda höfðinu niðri og koma hlutunum í verk, en Sporðdrekinn notar sjálfsbjargarviðleitnina og fær það sem hann vill. Saman hafa þau tilhneigingu til að koma upp með áhugaverðar hugmyndir og brellur, og þau myndu aldrei hætta við verkefni.
Meyja og Sporðdreki væru góðir samstarfsmenn eða viðskiptafélagar. Sporðdrekar búa einnig yfir styrk til að halda sjálfum sér og besta vini þeirra, Meyju, uppi, þar sem Meyjan hefur tilhneigingu til að vera viðkvæm og þarff stöðuga hvatningu.

Vog og Bogmaður
Vog og Bogmaður, þetta brjálaða par er frekar ógleymanlegt. Þú munt oft finna þá sem miðpunkt hópsins, hlæjandi að brandara sem enginn annar skilur og að gera sjálfa sig að fíflum. En þeim er alveg sama. Báðir þeirra eru sterkir einstaklingar, og það getur verið erfitt þegar kemur að umræðum og ágreiningi. Hins vegar munu Vog og Bogmaður aldrei reyna að breyta hver öðrum – þeir elska hvor annan, galla og allt. Bogmaðurinn nær einnig að draga Vogina aðeins að landi, þar sem að hún er frekar mikið fiðrildi og halda henni þannig frá vandræðum.

Steingeit og Fiskar
Steingeit og Fiskar líta ekki út fyrir að eiga vel saman, en ólíkir eiginleikar þeirra gera þau góð saman. Steingeitin er mjög gagnrýnin og Fiskurinn mun alltaf fyrirlíta það, en þegar kemur að því að skilja hvort annað þá skilja Steingeit og Fiskar bara hvort annað. Þetta er óróleg samsvörun og munur þeirra getur valdið rökræðum, en þau sættast alltaf á endanum og myndu aldrei fórna vináttu sinni fyrir nokkurn skapaðan hlut. Merkin tvö sameinast oft yfir einhverju skapandi verkefni og jafnvel þótt að það sé það eina sem þau eiga sameiginlegt, þá standa þau  saman eins og þau séu límd saman.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arteta sagður ætla að losa sig við þessa sjö leikmenn í sumar

Arteta sagður ætla að losa sig við þessa sjö leikmenn í sumar
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Tvær konur létust þegar eitrað var fyrir veggjalús á gistiheimili

Tvær konur létust þegar eitrað var fyrir veggjalús á gistiheimili
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hélt að góðvinur sinn myndi koma með til Manchester – ,,Hann plataði mig“

Hélt að góðvinur sinn myndi koma með til Manchester – ,,Hann plataði mig“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.