Sigurður B. Pálsson forstjóri BYKO afhendir hér ávísun sem Sirrý Arnardóttir tók við fyrir hönd samtakanna.
Orðið Píeta þýðir umhyggja en samtökin vinna að úrræðum fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum og sjálfsskaða. Fyrirhugað er að opna Píeta-húsið snemma árs 2018 þar sem skjólstæðingum verður boðið upp á fría sálfræðitíma og auk þess verður boðið upp á þjónustu fyrir aðstandendur.
Málefnið varðar hverja einustu stórfjölskyldu og vinnustaði á landinu eins og segir á heimasíðu Píeta. Talið er að um 5.000 einstaklingar, eða fimmtán af hverjum 1.000 Íslendingum íhugi sjálfsvíg árlega. Vert er að hafa í huga að 8.000 einstaklingar glíma við alvarlegt þunglyndi og þar af 2.000 með alvarlegar sjálfsvígshugsanir.
Starfsemi Píeta samtakanna er að mestu byggð á sjálfboðaliðum en enga að síður fylgir mikill kostnaður til að mynda fyrir sálfræðiráðgjöf, húsnæði og öðrum nauðsynjum. Þú getur sýnt þinn stuðning í verki á heimasíðu Píeta.