fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Mæðgur skora á þann sem keyrði á bíl krabbameinsveikrar dóttur að gefa sig fram

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. desember 2017 00:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í stöðufærslu sem Sandra Snæborg Fannarsdóttir birti á Facebook skorar hún á þann sem keyrði á bíl dóttur hennar að gefa sig fram. Dóttir hennar og eigandi bílsins er Súsanna Sif Jónsdóttir, 26 ára gömul, en hún greindist með krabbamein í vor og er í meðferð vegna þess og því kemur það sér afar illa að bílinn sé nú skemmdur.

Hann er þó enn ökufær að hluta. „Nema rafgeymirinn detti aftur úr sambandi,“ segir Súsanna þegar Bleikt heyrði í henni. „Ég hef þurft að gera það þrisvar í þessari viku. Tengin eru of ryðguð og ég hef ekki haft tíma né pening til að fara með hann í desember.“

Súsanna sjálf birti einnig færslu á Facebook með myndum af bílnum og biðlar hún til viðkomandi ökumanns að hafa samband, svo hann sleppi við sektarkenndina og hún við kostnaðinn, þannig geti bæði haft það gott um jólin.

„Mér finnst líklegt að um sé að ræða ungan einstakling sem áttar sig ekki á að hann er tryggður fyrir tjóni sem hann veldur eignum annarra og hefði aldrei þurft að greiða krónu. Stundum verður maður bara hræddur og gerir mistök,“ segir Súsanna.

Hún lofar fullum trúnaði og skilningi við viðkomandi. „Það vill svo til að ég trúi staðfastlega á að fallið skipti ekki máli, heldur hvernig við stöndum upp,“ segir Súsanna, sem hefur jákvæðnina að vopni í gegnum veikindi sín.

„Ef einhver var vitni að árekstrinum má hann líka endilega hafa samband við mig í síma 787-2662 eða í gegnum Facebook.“

Hey þú!!! þú sem keyrðir á bíl dóttur minnar í Bláskógum í dag og keyrðir í burtu, sjáðu nú sóma þinn í að gefa þig fram…

Posted by Sandra Snæborg Fannarsdóttir on 15. desember 2017

Í dag, 15.des hefur einhver keyrt á bílinn minn fyrir utan heimili mitt í Bláskógum. Ökumaðurinn hefur sennilega bakkað…

Posted by Súsanna Sif Jónsdóttir on 15. desember 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Segir frá atviki sem ekki sást í sjónvarpinu – Bellingham sturlaðist og sagði þetta við Southgate

Segir frá atviki sem ekki sást í sjónvarpinu – Bellingham sturlaðist og sagði þetta við Southgate
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Gekk frá hatrömmum skilnaði degi fyrir andlátið

Gekk frá hatrömmum skilnaði degi fyrir andlátið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Freyr krækir í landsliðsmarkvörð

Freyr krækir í landsliðsmarkvörð
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.