fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025

Pétur og Polina – Heimsmeistarar í annað sinn

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. desember 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Gunnarsson og Polina Oddr sigruðu síðustu helgi heimsmeistaramót í flokki undir 21 árs og yngri í suður-amerískum latindönsum.

Mótið sem haldið var í Disneyland í París er með sterkara móti og stóð yfir í 10 tíma.

Alls voru um 100 pör sem hófu keppni og á endanum stóð Ísland uppi sem sigurvegarar. Úkraína var í öðru sæti og Rússland í þriðja sæti.

Með sigrinum náðu Pétur og Polina að verja titilinn, en þau unnu sama mót árið 2016 og eru því tvöfaldir heimsmeistarar. 17 dómarar dæmdu úrslitin og sigruðu Pétur og Polina alla fimm dansana sem keppt var í.

Þetta glæsilega par varð einnig International meistarar í sama flokki nú í oktober í London en það mót er eitt af þremur stærstu mótum heims.

Pétur og Polina, sem æfa og keppa fyrir Dansfélag Reykjavíkur, eru búin að dansa saman í tvö ár, en þau byrjuðu bæði ung í dansinum. Pétur sem er 19 ára, byrjaði þriggja ára gamall og Polina sem er 17 ára, byrjaði sex ára gömul.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Stjörnurnar í Fossvoginum fá hressilega á baukinn – „Maður er í smá sjokki“

Stjörnurnar í Fossvoginum fá hressilega á baukinn – „Maður er í smá sjokki“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Skjöl varpa ljósi á áætlanir Pútíns

Skjöl varpa ljósi á áætlanir Pútíns
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: ÍBV með góðan sigur við slæmar aðstæður

Besta deildin: ÍBV með góðan sigur við slæmar aðstæður
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.