Mótið sem haldið var í Disneyland í París er með sterkara móti og stóð yfir í 10 tíma.
Alls voru um 100 pör sem hófu keppni og á endanum stóð Ísland uppi sem sigurvegarar. Úkraína var í öðru sæti og Rússland í þriðja sæti.
Með sigrinum náðu Pétur og Polina að verja titilinn, en þau unnu sama mót árið 2016 og eru því tvöfaldir heimsmeistarar. 17 dómarar dæmdu úrslitin og sigruðu Pétur og Polina alla fimm dansana sem keppt var í.
Þetta glæsilega par varð einnig International meistarar í sama flokki nú í oktober í London en það mót er eitt af þremur stærstu mótum heims.
Pétur og Polina, sem æfa og keppa fyrir Dansfélag Reykjavíkur, eru búin að dansa saman í tvö ár, en þau byrjuðu bæði ung í dansinum. Pétur sem er 19 ára, byrjaði þriggja ára gamall og Polina sem er 17 ára, byrjaði sex ára gömul.