Félagarnir Ívar Daníels, Steini Bjarka og Magnús Hafdal eru á fullu að undirbúa jólin en tóku sér tíma í gær til að taka upp eitt af vinsælli jólalögum síðustu ára, Handa þér.
Lag og texti er eftir Einar Bárðarson og vinirnir Einar Ágúst Víðisson og Gunnar Ólason fluttu það fyrst árið 2006.
„Okkur finnst gaman að taka upp lög og birta á samfélagsmiðlum, okkur og vonandi öðrum til gleði,“ segir Ívar. „Þetta er gert til að heiðra þá meistara sem hafa gefið ut frábær lög.“
Ívar, Steini og Magnús eru á fullu að spila og nóg að gera. „Ég er mikið að syngja í brúðkaupum, fyrirtækjaveislum og slíku,“ segir Ívar.
Ívar og Magnús eru með Facebooksíðu þar sem fylgjast má með þeim.
Jólin nálgast, stutt í herlegheitin, þá er ekkert annað í stöðunni en að henda í hið stórkostlega jólalag…. Handa þér !! ???
Posted by Ívar Daníels on 14. desember 2017
Fyrir jólin í fyrra tóku Ívar og Magnús ásamt Birgi Sævarssyni upp lag Helga Björnssonar, Ef ég nenni, sjá hér.