Árið 2006 dreifði Hálfdan Pedersen hundruðum einnota ljósmyndavéla til fimm ára leikskólabarna í öllum bæjar- og sveitarfélögum á Íslandi. Viðfangsefni myndanna var undir börnunum sjálfum komið. Afraksturinn varð yfir 30 þúsund ljósmyndir. Sjónarhorn barnanna er listrænt en laust við tilgerð og veitir ómetanlega innsýn í raunveruleika fimm ára aldamóta barna á Íslandi.
11 árum seinna er verkefninu lokið og bókin orðin að veruleika.
Bókin verður fáanleg frá 14. desember á KEX hostel, í verslunum Geysis, í Bókabúð Máls og Menningar og í verslunum Eymundsson. Einnig má hafa samband hér á síðunni.
500 krónur af hverri seldri bók rennur til Barnaspítala Hringsins.
Útgáfuhóf er í dag klukkan FIMM á Kex.