fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025

Ævisaga á undan brúðkaupi

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 12. desember 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konunglegi ævisöguritarinn Andrew Morton hefur tilkynnt að hann mun skrifa ævisögu Meghan Markle áður en hún gengur upp að altarinu að giftast harry Bretaprins næsta vor.

Morton ritaði ævisögu Díöu prinsessu, Diana: Her True Story.

„Spenntur að skrifa sögu Meghan Markle. Hún hefur mikla útgeislun. Konungleg stjarna sem mun hafa mikil áhrif á konunglegu fjölskylduna og heimin,“ skrifar Morton á Twitter.

Bókin mun bera titilinn Meghan: A Hollywood Princess og koma út 19. Apríl 2018, um mánuði fyrir brúðkaupið.

Morton segir Markle vera algjöra andstæðu þeirra feimnu, settlegu brúða sem fyrir hafa verið í konunglegu fjölskyldunni og lofar aðdáendum hennar ítarlegri, óhliðstæðri lýsingu á lífi hennar fyrir konunglegu trúlofunina.

„Ég var aðdáandi Meghan löngu áður en hún kynntist Harry prinsi. Hún er með stjörnueiginleika, sem sumir hafa kallað „the Markle Sparkle,“ segir Morton.

Auk þess að rita ævisögu Diönu hefur Morton einnig skrifað bækur um Monica Lewinsky, Madonna, David og Victoria Beckham, Tom Cruise og Angelina Jolie.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland sótti stig á útivelli í bragðdaufum leik

Ísland sótti stig á útivelli í bragðdaufum leik
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stál-úlfur fær verðlaun frá KSÍ að sameina fólk í gegnum fótbolta

Stál-úlfur fær verðlaun frá KSÍ að sameina fólk í gegnum fótbolta
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnhildur segir okkur ekki þurfa meiri skömm – „Aðra daga er allt í skrúfunni á síðustu stundu“

Ragnhildur segir okkur ekki þurfa meiri skömm – „Aðra daga er allt í skrúfunni á síðustu stundu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.