Ert þú ein/n af þeim sem þolir ekki að fá mjúka pakka að gjöf, hvað þá ef pakkinn inniheldur sokkapar? Líklegt er að þú myndir þá breyta um skoðun ef pakkinn inniheldur sokkaparið sem Rihanna klæðist hér, því parið kostar 1340 dollara eða tæpar 140.000 kr.
Um er að ræða hvíta sokka frá Gucci með kristöllum í og voru þeir fyrst sýndir á í Miami á tískusýningunni Resort fyrir árið 2018.
Hver veit nema við munum fljótlega sjá Fenty sokkalínu frá Rihönnu, en Fenty snyrtivörulínan og Fenty Puma x Rihanna línan hafa þegar fengið frábærar viðtökur.