Mömmupakkinn er táknræn jólagjöf, jólakort sem myndar eins konar tjald og stendur eitt og sér.
Um 80 þúsund manns búa nú í Zaatari eftir að hafa flúið stríðsátök og ofbeldi í Sýrlandi. Yfir 64.000 íbúanna eru konur og börn þeirra og á bilinu 60-80 börn fæðast í búðunum á viku.
UN Women starfrækir griðastaði fyrir konur og börn þeirra þar sem konurnar hljóta vernd, öryggi, atvinnutækifæri og börn þeirra fá daggæslu. Á griðastöðum UN Women hafa konur á flótta tækifæri til að afla sér tekna með því að t.d. sauma ungbarnaföt og burðarrúm fyrir alla nýbura sem fæðast í búðunum. Nú er ískalt í búðunum og lífsskilyrði erfið. Gjöfin yljar nýbökuðum mæðrum og börnum þeirra. Mömmupakkinn samanstendur af burðarrúmi, ungabarnafötum og prjónuðu sjali fyrir mömmuna prjónað úr íslenskri ull sem UN Women á Íslandi færði konunum síðastliðinn september þegar íslenska teymið heimsótti Zaatari.
„Eliza Reid afhenti konum á griðastað UN Women í Zaatari búðunum rúm 20 kg af lopa frá Íslandi síðastliðinn september. Í byrjun október bárust okkur svo þær fregnir að nota eigi lopann til að prjóna sjöl fyrir brjóstmjólkandi nýbakaðar mæður í Zaatari“, segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Jólagjöfin fæst á heimasíðu UN Women eða í síma 552-6200, kostar 3.990 krónur og rennur til sýrlenskra kvenna í Zaatari búðunum.
Fylgstu með UN Women Iceland á heimasíðu þeirra, Facebooksíðu og Twitter.