Á laugardag verður ekki minna við að vera en þá eru „Syngjandi jól“ í Hafnarborg sem fyllist af söng og hátíðaranda þegar fjölmargir kórar Hafnarfjarðar skipaðir söngfólki á öllum aldri koma saman. Klukkan 14:00 tekur Kvennakór Hafnarfjarðar lagið í jólaþorpinu og svo koma þau Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson og syngja og skemmta gestum klukkan 14.30.
Á sunnudaginn þenur svo Sveinn Sigurjónsson nikkuna klukkan 13:30 og Jólabjöllurnar syngja svo fallega jólatóna í framhaldi af því. Klukkan 14:30 stígur svo Jón Jósep Snæbjörnsson á sviðið og flytur úrval jóladægurlaga og svo veðrur blásið í jólaball með þeim Skoppu og Skrítlu og ballerínum úr Listdansskóla Hafnarfjarðar.
Þá verður Grýla á vappi um jólaþorpið, risavaxinn jólasveinn gantast í gestum og Bettína verður á ferðinni með hestvagninn sinn.
Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 12-17 og til kl. 22 á Þorláksmessu. Gestir Jólaþorpsins í ár geta gengið á milli tuttugu fagurlega skreyttra jólahúsa sem eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmiskonar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum og vörum til að taka með heim á veisluborðið.
Föstudagurinn 1. desember frá kl. 18:00 – 21:00
18:00 – 18:15 Lúðrasveit Hafnarfjarðar
18:15 – 18:30 Karlakórinn Þrestir
18:30 – 18:45 Laddi, Þórhallur Sigurðsson, tendrar ljósin á jólatrénu
18:45-21 Brot af því besta sem er á dagskrá í Bæjarbíó í desember
Jólasveinar bregða á leik með börnunum
Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 18:00 – 21:00 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð.
Laugardagurinn 2. desember frá kl. 12:00 – 17:00
10:40-15:40 Syngjandi jól í Hafnarborg sem fyllist af söng og hátíðaranda þegar fjölmargir kórar Hafnarfjarðar skipaðir söngfólki á öllum aldri koma saman
14:00 Kvennakór Hafnarfjarðar
14:30 Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson
15:00 Risavaxinn jólasveinn ferðast um jólaþorpið og gantast í gestum
15:00 Ljósin á Cuxhaven-jólatrénu verða tendruð við Flensborgarhöfn. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög, jólasveinar verða á ferðinni og fulltrúar vinabæjarfélagsins í Cuxhaven og þýski sendiherrann á Íslandi tendra jólaljósin.
Jólasveinar verða á vappi um bæinn frá kl. 14:00 – 15:00. Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 13:00 – 17:00 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Felix Bergsson.
Sunnudagurinn 3. desember frá kl. 12:00 – 17:00
13:30 Sveinn Sigurjónsson með nikkuna
14:00 Jólabjöllurnar
14:30 Jónsi – Jón Jósep Snæbjörnsson flytur úrval jólalaga
15:00 – 16:00 Jólaball með Skoppu og Skrítlu og ballerínum úr Listdansskóla Hafnarfjarðar
Grýla verður á vappi um bæinn frá kl. 14-16. Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 13-17 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Grýla.