Gulur, rauður, grænn & salt er ein vinsælasta uppskriftasíða landsins. Berglind Guðmundsdóttir, stofnandi síðunnar, býður hér upp á nýjar, einfaldar uppskriftir að töfrandi og litríkum réttum frá öllum heimshornum. Gulur, rauður, grænn & salt fær yfir 250 þúsund heimsóknir á mánuði og fylgjendur á Facebook eru 21.000.
„Matarbloggið Gulur, rauður, grænn & salt varð til í kjölfarið á dásamlegri ferð til Barcelona haustið 2012. Ég elska mat í allskonar litum, því fleiri sem litirnir eru því betra. Þannig er hægt að ná fram sumarstemningu hvernig sem viðrar – að minnsta kosti í hjarta. Ég vil því elda litríkan mat og er hrifin af mat hvaðanæva að úr heiminum. Leiðarljósið hefur þó alltaf verið að hafa uppskriftirnar einfaldar og á allra færi. Ég reyni að forðast öll flækjustig; hráefnin eru aldrei mjög mörg í hverri uppskrift og það er auðvelt að verða sér úti um þau.“
Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að:
1) Líka við Bleikt á Facebook.
2) Líka við Benedikt á Facebook.
3) Skrifa kveðju til okkar í athugasemdakerfinu á Facebook og tagga einn vin sem þú vilt að njóti með þér.
Við drögum á morgun og uppfærum þá þessa frétt með nafni vinningshafa.
UPPFÆRT:
Vinningshafi 1. desember er: