fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Aðventuhátíð Kópavogs fer fram um helgina

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. desember 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin árvissa aðventuhátíð Kópavogsbæjar verður haldin dagana 2. -3. desember. Dagskráin hefst kl. 12 laugardaginn 2. desember með opnun jólamarkaðar við Menningarhúsin þar sem seldar verða sælkeravörur, möndlur og kakó. Á sama tíma hefst fjölbreytt dagskrá menningarhúsanna sem sérstaklega er sniðin að yngri kynslóðinni. Klukkan 16 sama dag verður slegið upp jólaballi á torgi menningarhúsanna þar sem fjöldi skemmtikrafta koma fram, tendrað verður á jólatréinu og jólasveinar leiða söng og dans.

Dagskrá:

12.00-16.00: Skemmtileg jóladagskrá í Menningarhúsum Kópavogs: Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu, Gerðarsafni og Salnum. Meðal þess sem boðið er upp á er spilahorn og föndur í Bókasafninu, jólaleikrit í Salnum og föndur í Gerðarsafni.

12.00-17.00: Jólamarkaður í jólahúsum við Menningarhúsin. Sælkeravörur, möndlur og kakó til sölu.

 16.00: Útiskemmtun hefst. Skólahljómsveit Kópavogs leikur syrpu og Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar ávarpar gesti. Lalli töframaður leikur listir sínar, Villi og Sveppi skemmta og jólasveinar dansa í kringum jólatréið.

 13.00-16.00: Árlegur laufabrauðsdagur í félagsmiðstöð eldri borgara, Gjábakka.

 13.00-17.00: Listamenn í Auðbrekku og Hamraborg opna vinnustofur sínar.

 Á sunnudeginum 3. desember er jóladagskrá í Bókasafninu, Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Ítarlegri dagskrá er að finna í bæklingi hátíðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Furðar sig á ummælum Helga sem fór mikinn í gærkvöldi – „Hann átti varla fyrir salti í grautinn“

Furðar sig á ummælum Helga sem fór mikinn í gærkvöldi – „Hann átti varla fyrir salti í grautinn“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir frá rauðu flaggi í fari Ten Hag – Tóku eftir því þegar þeir hittu hann í byrjun tíma hans hjá United

Segir frá rauðu flaggi í fari Ten Hag – Tóku eftir því þegar þeir hittu hann í byrjun tíma hans hjá United
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum