fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024

Beggi og Pacas: Skemmtilegir karakterar sem fást gefins á rétt heimili

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 8. desember 2017 00:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kettirnir Beggi og Pacas eru sjö ára gamlir og eigandi þeirra, Karen Ösp, er búin að eiga þá í tvö ár. Áður voru þeir hjá annarri fjölskyldu sem ættleiddi þá frá Kattholti.

En vegna breyttra aðstæðna leitar Karen Ösp nú að góðu heimili fyrir þá félaga. „Ég bý í lítilli íbúð, er með stóran hund, tvo ketti og er ein. Ég er að reyna að verða ólétt með hjálp IVF klinikunnar, kemur í ljós á næstu dögum hvort það hefði tekist í þetta sinn, þannig að ég þarf því miður að forgangsraða,“ segir Karen Ösp.

„Ég er ekki að drífa mig að losa mig við þá, heldur vil ég frekar vanda valið. En ég verð samt sem áður að vera búin að finna heimili fyrir þá þegar ég mun eignast barn. Það er of mikið að vera með þrjú loðdýr í svona lítilli íbúð.“

Karen Ösp og Pacas.

Það er greinilegt að Beggi, sá bröndótti, og Pacas, sá svarti, eru miklir, skemmtilegir og forvitnir karakterar.

„Pacas er lítill í sér þannig séð, hann getur kvartað í mér ef ég er ekki að sinna honum, getur komið inn á bað og spjallað við mig ef ég er of lengi í sturtu eða í baði. Hann vill alltaf drekka úr vaskinum inn á baði. Hann stingur sér inn í þurrkarann ef hann er opinn og enn föt í honum, sefur þar og finnur sér skúffur og hvað sem er sem hann getur troðið sér inn í til að kúra sér. Hann vill sofa á maganum á mér alltaf þegar ég fer upp í rúm eða ligg upp í sófa.“

„Beggi er sá sem ræður þannig séð, hann lendir í ýmsum ævintýrum úti og er mjög ákveðinn. Ef hann vill klapp þá lætur hann alveg vita hvernig klapp það er. Hann vill líka alltaf koma og kúra og ef ég flauta þá er hann kominn, sama hvar ég er. Ég hef líka séð hann vera að stoppa gangandi vegfarendur til að klappa sér, leggst svo í jörðina malandi, vill fá almennilegt klapp alltaf. Hann gerir í því að stríða hundinum á heimilinu, ótrúlega fyndið að fylgjast með því, ef þeir eru úti og eiga að koma inn, þá hleypur Beggi upp tröppurnar á undan hundinum, felur sig og þegar hundurinn kemur stökkvandi upp þá stekkur Beggi að honum og setur loppuna í hann því þá vælir hundurinn eins og lítil mús (hundurinn er stór, blanda af labrador og border collie). Beggi stjórnar öllum. Ef ég er að pússla þá er Beggi kominn ofan í pússlkassann malandi, eða leggur sig yfir allt borðið. Hann þarf að vera allstaðar.“

„Þeir báðir eru ekki mikið fyrir allan mat, þeir borða matinn sinn, elska þegar þeir komast í mjólkurvörur, og svo á tímabili borðuðu þeir einungis harðfisk sem nammi! Smá dýrir í rekstri þangað til að einn daginn fann ég eina tegund af nammi sem þeir vilja, hitt vilja þeir ekki sjá,“ segir Karen Ösp.

„Þeir báðir elta mig í göngutúra þegar ég fer út með hundinn. Þeir hafa elt mig heim til vinkvenna minna, það er góð 15 mínútna ganga yfir til Keflavíkur, þar bíða þeir svo fyrir utan og svo röltum við öll fjögur saman heim. Svo í gær lenti ég í því að ég labbaði með hundinn yfir til vinkonu minnar sem býr á þriðju hæð í blokk, kettirnir eltu mig og ég þurfti að loka á trýnið á þeim. Þangað til að ég heyri þá vera að gera karlinn á fyrstu hæðinni reiðan með látunum í sér. Þá voru þeir að kalla og kalla á mig og þeir hættu ekki. Það endaði með því að ég þurfti að taka Begga inn með mér í heimsókn, þetta er ekki grín!

„Þeir eru svo yndislegir! Mestu karakterar sem ég hef vitað um. Þeir spjalla við mig, þegar ég kem heim og heilsa þeim, þá hætta þeir ekki að spjalla fyrr en þeir eru teknir upp og knúsaðir smá. annars fæ ég ekki frið!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Þórður Snær fór mikinn í Metoo-byltingunni og fordæmdi klefamenningu í knattspyrnuheiminum

Þórður Snær fór mikinn í Metoo-byltingunni og fordæmdi klefamenningu í knattspyrnuheiminum
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Mátti ekki vera með eina og hálfa milljón á sér í reiðufé

Mátti ekki vera með eina og hálfa milljón á sér í reiðufé
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Landsliðið mætir Kanada og Dönum

Landsliðið mætir Kanada og Dönum
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ræktandi reiddist þegar tíkin Farta fitnaði mikið – Lögregla kölluð til á hundaræktarsýningu

Ræktandi reiddist þegar tíkin Farta fitnaði mikið – Lögregla kölluð til á hundaræktarsýningu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Aðalsteinn ber ekki blak af fyrrverandi félaga sínum – „Skrýtin krafa að ætlast til að þetta sé afgreitt á nokkrum klukkutímum“

Aðalsteinn ber ekki blak af fyrrverandi félaga sínum – „Skrýtin krafa að ætlast til að þetta sé afgreitt á nokkrum klukkutímum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grátbiður þjófa um að hætta að brjótast inn á heimili sitt – Annað inbrotið á stuttum tíma

Grátbiður þjófa um að hætta að brjótast inn á heimili sitt – Annað inbrotið á stuttum tíma
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Framtíð Hareide var ekki rædd á síðasta stjórnarfundi KSÍ

Framtíð Hareide var ekki rædd á síðasta stjórnarfundi KSÍ
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breggst við rætnum kjaftasögum nú þegar hann er að mæta aftur til leiks

Breggst við rætnum kjaftasögum nú þegar hann er að mæta aftur til leiks