Grínhljómsveitin Bergmál var stofnuð í janúar 2014 og inniheldur Elísu Hildi og Selmu. Þær eru báðar söngkonur og lagahöfundar hljómsveitarinnar. Fyrsta lagið sem þær gáfu út var Lovesong, einstaklega rómantískt og fallegt lag. Þegar líða fór á lagasmíðina fór húmorinn að taka öll völd og ákváðu þær að einblína alfarið á húmor og sögur í textasmíðinni.
Uppstúfur fjallar um þetta dásamlega kremaða góðgæti, jólasveininn stúf og hvernig hann býr til uppstúf.
Ástarævintýri Grýlu fjallar um óhamingjusamt hjónaband hennar með Leppalúða, og ástarævintýri hennar eftir skilnaðinn. Einnig er sagt frá þvílíku leyndarmáli, það er til fjórtándi jólasveinninn!
Bergmál verða með tónleikana Dónajól þann 16.desember í Stúdentakjallaranum. Frítt er inn á tónleikana og fleiri frábærar og misdónalegar tónlistakonur koma fram þetta kvöld.