En hluti af tímanum mun fara í gíslaþjálfun hjá Breska flughernum. Katrín hertogaynja og Díana prinsessa fóru í samskonar þjálfun, en Markle mun fara í vikuþjálfun og læra hvernig hún á að flýja ef hún er tekin til fanga og hvernig hún á að gera aðvart og óska eftir björgun.
„Hún mun læra tækni um hvernig hún á að láta vita að henni sé haldið gegn vilja hennar, ef þeir sem hafa hana í haldi láta hana tala inn á myndband,“ er haft eftir Scott Jones framkvæmdastjóra öryggisfyrirtækisins Garvian í London.
„Hún mun læra að breyta svipbrigðum, lykilorð og önnur merki svo hún geti látið fjölskyldu eða lögreglu vita að henni sé haldið gegn vilja hennar. Hún mun einnig kæra grunn í sálfræði til að eiga við þá sem halda henni og hvernig hún á að losa sig úr fjötrum.“