fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Hrönn Bjarna situr fyrir svörum: Tryllt jólabarn sem var líklega páfagaukur í fyrra lífi

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. desember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrönn Bjarna er 31 árs, býr í Kópavogi með manninum sínum, Sæþóri sem er lögmaður, dóttur þeirra Emblu Ýr sem er tíu mánaða og hundinum Gizmó. Hrönn er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hún er líka bloggari á fagurkerar.is og með opið snapchat: hronnbjarna.

Ég er búin að vera í fæðingarorlofi allt þetta ár með dóttur minni ásamt því að blogga á fagurkerar.is og snappa frá mínu daglega lífi sem er oft ansi skrautlegt þar sem ég tek hlutina yfirleitt alla leið alveg sama hvað ég er að gera.“

Áhugamálin mín eru skreytingar og veislur, skipulag og þrif, bakstur og eldamennska, og svo auðvitað að dúllast með fjölskyldunni,“ segir Hrönn sem svarar spurningum Bleikt.

Hrönn með dótturina Emblu Ýr.

Persónuleiki þinn í fimm orðum? Skipulögð, drífandi, skapandi, ákveðin og jákvæð.

Hver er þinn helsti veikleiki? Er kannski stundum aðeins of drífandi og tek hlutina dálítið of langt sem endar stundum í algjörri vitleysu!

Stíllinn þinn í fimm orðum? Klassískur, svartur, glitrandi og fjölbreyttur.

Hvernig eru þínar jólahefðir? Ég ELSKA jólin og er tryllt jólabarn. Ég er mjög vanaföst þegar kemur að jólunum og það eru nokkrir hlutir sem ég bara verð að gera áður en jólin koma. Ég verð að vera búin að taka stóru jólahreingerninguna mína og gera jólakonfektið mitt en ég geri konfekt á hverju ári og gef vinum og vandamönnum. Í ár verða þetta um 40 gjafaöskjur og um 720 molar í heildina.

Á aðfangadag erum við alltaf með sama prógrammið heima hjá mömmu og pabba. Við borðum alltaf kalkún á jólunum og því má sko alls ekki breyta. Við opnum pakkana öll saman og það er bara tekinn upp einn pakki í einu og allir fylgjast með hvað er í hverjum pakka sem mér finnst svo ótrúlega kósý. Í ár verður í fyrsta skiptið lítið kríli með okkur á jólunum þar sem þetta eru fyrstu jólin hennar Emblu og ég get sko ekki beðið eftir að upplifa fyrstu jólin hennar með henni og byrja með nýjar jólahefðir.

Hvað er best við jólin? Það er allt við jólin yndislegt, en ég held að það sem er best er hvað þetta er eitthvað ótrúlega töfrandi tími þar sem fjölskyldan nýtur þess að vera saman og allt er svo hátíðlegt og yndislegt. Svo er auðvitað alveg ótrúlega gaman að skreyta en ég tek þetta alla leið og er smá eins og jólasveinn á sterum í desember.

Ef þú ættir fimm milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir) Ég myndi kaupa mér nýjan bíl og fara í geggjaða utanlandsferð… jú og klárlega kaupa risa hnotubrjótinn í Costco, mig dreymir um hann .

Twitter/Facebook/Snapchat/Instagram? Allt nema Twitter – hef aldrei alveg skilið það glens.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án? Ég er ansi týnd án símans míns sem ég komst að í sumar þegar ég missti hann í klósettið! Skemmtilegt að segja frá því að svo missti ég símann sem ég fékk í staðinn líka í klósettið viku seinna  – lærði þá að það að setja símann í rassvasann er ekki sterkur leikur.

Hvað óttastu mest? Að missa fólkið mitt.

Hrönn með manninum Sæþóri.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum? Að sjálfsögðu jólatónlist !!! All I want for Christmas er í miklu uppáhaldi.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”? Lélegar jólamyndir á Netflix og Glee jólaþættir – finnst vandræðalega kósý að glápa á þetta aðeins fyrir jólin. Svo er ég svona nettur Harry Potter aðdáandi og hlusta stundum á Harry Potter hljóðbók áður en ég fer að sofa (ég er lúði, ég veit ).

Ef þú værir dýr, hvaða dýr myndir þú vilja vera og af hverju? Ég væri til í að vera ljón, ég veit samt ekki alveg af hverju, held ég hafi bara horft aðeins of mikið á Lion King þegar ég var barn og langaði alltaf að vera Simbi.

Hvernig var fyrsti kossinn? Hann var nú hálfslappur.

Hver væri titill ævisögu þinnar? Vá þetta eru rosalega erfiðar spurningar, haha… úff ég veit ekki – Margur er knár þótt hann sé smár? Er það ekki eitthvað? Eða kannski Risasmár eins og Yaris.

Hvaða leynda hæfileika hefur þú? Ég er sjúklega góð að læra utan að, lærði til dæmis einu sinni 7 bls. ritgerð orðrétt utan að fyrir próf í viðskiptafræði og mundi hvert einasta orð í prófinu. Hef líklega verið páfagaukur í fyrra lífi.

Hvað fékk þig til að tárast síðast? Dóttir mín þegar hún keyrði á hásinina á mér á 1000km hraða í göngugrindinni sinni um daginn  – þetta er ekkert nema vopn á hjólum þessi göngugrind.

Fyrirmynd í lífinu? Bróðir minn hann Ragnar er mín fyrirmynd í lífinu og ég er alveg ótrúlega heppin að hafa hann í lífi mínu.

Hvaða sögu segja foreldrar þínir endurtekið af þér? Hvað ég var rosalega þægilegt barn og hvað ég svaf mikið – Samkvæmt mömmu svaf ég í 12 tíma á nóttunni frá sex vikna aldri og tók blundi í gríð og erg allan daginn. Þvílíkur lúxus sem það hefur verið enda þykir mér enn í dag mjööög gott að sofa. Þetta er hinsvegar eitthvað sem dóttir mín hefur því miður alls ekki erft frá móður sinni.

Ertu með einhverja fobíu? Mér finnst pöddur einhver mesti viðbjóður í heimi og meika þær bara alls ekki.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Ætli það sé ekki bara að ákveða að fara í útilegu í Hallgeirsey sumarið 2010 þar sem ég nældi í manninn minn.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þau eru nú alveg nokkur haha – Einu sinni fór ég til dyra á nærfötunum af því ég hélt þetta væri bara mamma að dingla en þá var þetta óvart strákur sem var að koma að kaupa af mér kennslubók í viðskiptafræði sem ég gleymdi að ætlaði að koma. Það má fullyrða það að þessi stund var skemmtilegri fyrir hann heldur en mig!

Hver er fyrsta endurminning þín? Ætli það sé ekki fjögurra eða fimm ára afmælið mitt sem ég skipulagði alveg með harðri hendi foreldrum mínum til mikillar mæðu – man að ég gleymdi að merkja plastglös gestanna með sérstökum límmiðum með nafninu þeirra á og þaut inn á bað í miðju afmæli að reyna að redda þessu í þvílíku dramakasti!

Lífsmottó?Að muna að njóta lífsins og þá reddast allt.

Hvar er hægt að fylgjast með þér? Það er hægt að fylgjast með mér á snapchat og instagram: hronnbjarna. Ég er svo núna með jóladagatal fram að jólum á Facebooksíðunni minni þar sem ég gef jólagjöf á hverjum degi.

Hvað er framundan hjá þér á nýja árinu?  Embla dóttir mín er að byrja í ungbarnaleikskóla í byrjun janúar svo ég er á leiðinni út á vinnumarkaðinn og er að leita mér að vinnu þessa dagana.

Uppáhalds útvarpsmaður/stöð? Ég hlusta nú bara á útvarpið í bílnum og þar er ég með LéttBylgjuna og Fm957 til skiptis.

Uppáhalds matur/drykkur? Kók í dós og salat með parmaskinku og karmelliseruðum gullosti. Finnst reyndar gin og tónik líka ansi hreint fínn drykkur.

Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit ? Ómæ ég veit það ekki … Uuu má segja pass?

Uppáhalds kvikmynd/sjónvarpsþættir? Uppáhalds þættirnir mínir eru House, Greys Anatomy og Criminal Minds.

Uppáhalds bók? Englar og Djöflar eftir Dan Brown.

Uppáhalds stjórnmálamaður? Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar og vinkona mín.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? Ég vil bara hvetja alla til að kíkja á jóladagatalið mitt á Facebook.

Fylgjast má með Hrönn á Facebook, Fagurkerar og Snapchat: hronnbjarna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Rann á grjóti og við tóku skelfilegar 20 klukkustundir

Rann á grjóti og við tóku skelfilegar 20 klukkustundir
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Óvirðing Ed Sheeran í beinni útsendingu í gær vekur upp reiði – „Eigingjarn trúður“

Óvirðing Ed Sheeran í beinni útsendingu í gær vekur upp reiði – „Eigingjarn trúður“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ný ummæli Salah um framtíð sína hjá Liverpool vekja mikla athygli

Ný ummæli Salah um framtíð sína hjá Liverpool vekja mikla athygli
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Óvænt tíðindi af Geir Þorsteinssyni í Vesturbænum

Óvænt tíðindi af Geir Þorsteinssyni í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Felldu 500 norðurkóreska hermenn í fyrstu árásinni með bresku flugskeyti

Felldu 500 norðurkóreska hermenn í fyrstu árásinni með bresku flugskeyti

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.