fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Vel heppnað upphaf herferðarinnar Bréf til bjargar lífi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. desember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kertið séð úr lofti.

Gagnvirkri ljósainnsetningu Íslandsdeildar Amnesty International Lýstu upp myrkrið var ýtt úr vör á föstudag við Hallgrímskirkju.

Ljósainnsetningunni er ætlað að vekja athygli á árlegri herferð samtakanna Bréf til bjargar lífi. Þá taka hundruð þúsunda einstaklinga um heim allan höndum saman til að styðja þá sem sæta grófum mannréttindabrotum.

Markmið innsetningarinnar er að fá almenning til að grípa til aðgerða með því að ljá undirskrift sína vegna tíu áríðandi mála einstaklinga og hópa sem sæta grófum mannréttindabrotum og þrýsta á stjórnvöld í viðkomandi ríkjum að gera úrbætur. Með þessum hætti láta þátttakendur ljós sitt skína á þolendur mannréttindabrota, halda loganum lifandi í mannréttindabaráttunni og þrýsta á um bjartari framtíð fyrir þessa einstaklinga og heiminn allan.

Fólk var spennt yfir gagnvirku ljósainnsetningunni.

Mikil ánægja var meðal gesta á ljósainnsetningunni en hátt í 2000 undirskriftir söfnuðust á aðeins örfáum klukkutímum við Hallgrímskirkju í gær. Markmið herferðarinnar Bréf til bjargar lífi í ár er að safna í það minnsta 50.000 undirskriftum, fram til 16. desember, á bréf til viðkomandi stjórnvalda vegna málanna tíu.

Veggspjöld með málunum tíu.

Bryndís Bjarnadóttir, herferðastýra Íslandsdeildar Amnesty International sagðist bjartsýn á að markmiðinu verði náð og benti á að máttarstólpi allrar mannréttindabaráttu fælist í samtakamættinum. „Í gegnum árin hefur Amnesty International lýst upp myrkrið í lífi þolenda mannréttindabrota um heim allan. Amnesty International samanstendur af einstaklingum, venjulegu fólki eins og þér og mér, sem samþykkir ekki að mannréttindabrot fái að líðast í heiminum. Fólki sem rís upp gegn órétti, kúgum og ofbeldi stjórnvalda. Þegar stjórnvöldum sem brjóta á mannréttindum borgaranna berast milljónir bréfa frá fólki alls staðar að úr heiminum þar sem krafist er úrbóta, þar sem þess er krafist að þau láti af mannréttindabrotum og virði líf og mannhelgi borgara sinna, geta þau ekki litið undan. Aðgerðir okkar í hundraðavís draga brot stjórnvalda fram í dagsljósið og skapa öflugan þrýsting sem skilar raunverulegum breytingum í lífi þolenda mannréttindabrota. Það sjáum við gerast á hverju einasta ári. Sú staðreynd að við getum haft áhrif á líf fólks sem brotið er á tendrar ekki aðeins vonarljós í lífi þolendanna heldur kveikir baráttuanda í brjósti þeirra sem leggja málefninu lið.“

Skrifað undir málin tíu.

Samtökin skora á alla að lýsa upp myrkrið og grípa til aðgerða með undirskrift sinni annað hvort með því að mæta á ljósainnsetninguna við Hallgrímskirkju fram til 5. desember, milli kl. 17 og 22 eða skrifa undir á vefsíðunni.

Kertið séð frá Tjörninni.
Kertið og Leifur Eiríksson.
Vel var mætt á föstudaginn.
Amnesty International.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast
EyjanFastir pennar
Fyrir 13 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.