fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

„Þegar ég uppgötva eitthvað nýtt í umhverfinu uppgötva ég líka eitthvað nýtt í sjálfri mér“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 2. desember 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörg Vignisdóttir er 23 ára Grindavíkurmær, sem býr og starfar í Kaupmannahöfn. Hún lifir heilbrigðum lífstíl, leggur stund á jóga og stefnir á nám í jóga á nýju ári. Hún deilir hér með lesendum Bleikt af hverju hún ákvað að flytja til Kaupmannahafnar og hvernig lífið er úti.

Þegar ég var 18 ára þá fór ég út sem aupair til Lúxemborgar hjá dásamlegu fólki sem ég er endalaust þakklát fyrir að hafa kynnst.

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja til Danmerkur var sú að ég var stödd í Mílanó fyrr í vor og ætlaði að vera þar sem aupair en fljótlega kom í ljós að þetta var ekki alveg að henta mér og í stað þess að flytja heim til Grindavíkur tók ég ákvörðun um að flytja til Kaupmannahafnar. Stuttu eftir að ég tók ákvörðunina var ég komin með herbergi hjá vinkonu bróður míns til leigu og síðan þá hef ég ákveðið gera allt til þess að láta mér líða vel, víkka sjóndeildarhringinn enn frekar og læra nýtt tungumál.

Frá því að ég var lítil stelpa hefur mig alltaf langað að búa hér í Kaupmannahöfn. Eldri systir mín var hér í námi þegar ég var yngri og það varð til þess að mig langaði að flytja hingað. Ég er yfir mig hamingjusöm hérna úti og hef verið dugleg að hugsa vel um bæði líkama og sál.

Þegar ég kom hingað út vissi ég ekki hvað tæki við en tveimur dögum eftir að ég var lent þá fékk ég atvinnuviðtal hjá GLÓ sem var að opna hér í Magasin Du Nord og vinn ég fyrir þau í dag.

Kostur að geta ferðast um á hjóli

Danir eru yndislegir og eitt það besta við Danmörku er að ferðast út um allt á hjóli. Ég trúi því að það eitt geri alla hamingjusama því fólk fær bæði hreyfingu og ferskt loft á hverjum degi. Ég á engan bíl sem sparar mér mikinn kostnað og vesen.

Ég hef búið hér í tæpa fjóra mánuði og hef ekki enn fundið neina galla við dvölina hér, en eitthvað segir mér að kuldinn í vetur eigi eftir að setja strik í reikninginn. Auðvitað sakna ég móður-og föðuramma minna og afa en guð hvað ég er þakklát fyrir Facetime!

Týpískur dagur í mínu lífi er að ég vakna kl. 5.45. Ég byrja á að hella mér upp á kaffi og á meðan geri ég tilbúið fyrir jóga en ég stunda jóga og hugleiðslu alla morgna áður en ég fer til vinnu. Þessi tvö atriði hafa hjálpað mér gríðarlega við allt sem tengist innri friði og að jarðtengja mig því ég er jú frekar mikið fiðrildi og áður en ég veit af er hugurinn oft kominn eitthvert allt annað. Með þessu næ ég að ná betur utan um allt og ná stjórn á eigin líðan. Að þessu loknu fer ég í vinnuna en ég er mætt kl. 7 þar sem ég vinn í framleiðslunni en það er búið að vera nóg að gera þar sem við vorum að opna GLÓ í Tívolí í byrjun nóvember. Þegar vinnudeginum lýkur þá kíki ég oft við á blómamarkaði þar sem ég hef iðulega fersk blóm í vasa heima hjá mér. Svo fer ég upp í Senses sem er jógastöð þar sem ég stunda jóga, ég hef einnig verið í sjósundi. Þá fer ég í La Banchina sem hægt er að fara í sjósund og útisaunu. Ég legg mikið upp úr því að borða sem mest af hreinni fæðu og það er mér mikilvægt að vörurnar sem ég kaupi séu lífrænar.

Munurinn á milli landa er ekki svo mikill

Munurinn á Danmörku og Íslandi er ekki svo mikill að mínu mati. Danmörk og Ísland eru eins og systkini sem haldast i hendur, það er stutt að fara á milli og það er svo vel tekið á móti manni þegar maður er spurður hvaðan maður komi og ég segist vera frá Íslandi og ég tel að Íslendingar geri slíkt hið sama við Dani. Íslendingasamfélagið er mjög virkt hérna úti en Íslendingar eru duglegir að skemmta sér saman, fara á tónleika og horfa á landsleikina sem er frábært þegar að maður er kannski komin með smá heimþrá.

Ég hef ekki skipulagt að fara aftur heim á næstunni. Mér líður ótrúlega vel hérna úti og tel að þetta sé tilvalinn tími til þess að læra nýja hluti, kynnast nýju fólki og sjálfri mér í þessu nýja umhverfi. Ég stefni líka á að skrá mig í jóganám í byrjun febrúar á næsta ári hérna úti.

Mælir með að prófa eitthvað nýtt

Ég mæli svo innilega með að krakkar á þessum aldri prófi eitthvað nýtt. Hvort sem það er að fara út sem aupair, skiptinemi, flytja í nýtt bæjarfélag, prófa nýjan framhaldskóla eða einfaldlega prófa nýja vinnu. Það sem gerist hjá mér þegar ég uppgötva eitthvað nýtt í umhverfinu uppgötva ég líka eitthvað nýtt í sjálfri mér. Ég átta mig á nýjum hlutum í lífi mínu hvort sem þeir eru góðir eða slæmir og ég held að það hafi þroskað mig mest. Hefði ég ekki flutt til Lúxemborgar hefði ég líklegast ekki flutt til Reykjavíkur og svo Mílanó og loks til Kaupmannahafnar. Það má segja að ég hafi kynnst nýrri hlið á mér á hverjum stað fyrir sig. Það sem hefur kennt mér hvað mest eftir að hafa búið bæði á Íslandi og erlendis er að það eru manni allir vegir færir sama hvar maður er staddur þá stundina, maður þarf bara að láta hlutina gerast – hlutirnir breytast ekki fyrr en þú breytir þeim sjálfur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Flugdólgur með barn olli usla í vél Play

Flugdólgur með barn olli usla í vél Play
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Risatíðindi frá Englandi – Southgate hættur

Risatíðindi frá Englandi – Southgate hættur
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þjófagengi sem stelur frá skátunum hótaði hjólahvíslaranum – „Ég kem heim til þín“

Þjófagengi sem stelur frá skátunum hótaði hjólahvíslaranum – „Ég kem heim til þín“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.