fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025

Aðventuhátíð Kópavogs fer fram um helgina

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. desember 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin árvissa aðventuhátíð Kópavogsbæjar verður haldin dagana 2. -3. desember. Dagskráin hefst kl. 12 laugardaginn 2. desember með opnun jólamarkaðar við Menningarhúsin þar sem seldar verða sælkeravörur, möndlur og kakó. Á sama tíma hefst fjölbreytt dagskrá menningarhúsanna sem sérstaklega er sniðin að yngri kynslóðinni. Klukkan 16 sama dag verður slegið upp jólaballi á torgi menningarhúsanna þar sem fjöldi skemmtikrafta koma fram, tendrað verður á jólatréinu og jólasveinar leiða söng og dans.

Dagskrá:

12.00-16.00: Skemmtileg jóladagskrá í Menningarhúsum Kópavogs: Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu, Gerðarsafni og Salnum. Meðal þess sem boðið er upp á er spilahorn og föndur í Bókasafninu, jólaleikrit í Salnum og föndur í Gerðarsafni.

12.00-17.00: Jólamarkaður í jólahúsum við Menningarhúsin. Sælkeravörur, möndlur og kakó til sölu.

 16.00: Útiskemmtun hefst. Skólahljómsveit Kópavogs leikur syrpu og Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar ávarpar gesti. Lalli töframaður leikur listir sínar, Villi og Sveppi skemmta og jólasveinar dansa í kringum jólatréið.

 13.00-16.00: Árlegur laufabrauðsdagur í félagsmiðstöð eldri borgara, Gjábakka.

 13.00-17.00: Listamenn í Auðbrekku og Hamraborg opna vinnustofur sínar.

 Á sunnudeginum 3. desember er jóladagskrá í Bókasafninu, Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Ítarlegri dagskrá er að finna í bæklingi hátíðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Hún gjörbreytti lífinu eftir dauðadóminn – Sparkaði eiginmanninum og lifði ævintýralegu kynlífi

Hún gjörbreytti lífinu eftir dauðadóminn – Sparkaði eiginmanninum og lifði ævintýralegu kynlífi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Braut kynferðislega gegn börnum og veifaði kynfærunum á almannafæri

Braut kynferðislega gegn börnum og veifaði kynfærunum á almannafæri
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Diljá Mist fékk áskorun frá ungum stúlkum sem vildu lengri útivistartíma – Nú hefur þetta gerst

Diljá Mist fékk áskorun frá ungum stúlkum sem vildu lengri útivistartíma – Nú hefur þetta gerst
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 7. og 8. sæti: Tveimur meiðslum frá húrrandi fallbaráttu

Spá fyrir Bestu deildina – 7. og 8. sæti: Tveimur meiðslum frá húrrandi fallbaráttu