Með deginum er hvatt til þess að allir leggi sitt framlag á vogarskálarnar til að stuðla að gagnkvæmri virðingu, samkennd og jákvæðum samskiptum í skólum. Jákvæður skólabragur skiptir sköpum fyrir líðan og starfsgleði nemenda og starfsfólks og getur haft sömu áhrif og besta forvarnarstarf.
Prófaðu að krumpa blað eins mikið og þú getur án þess að rífa það og slétta svo alveg úr því. Það er ekki hægt að slétta alveg úr því. Þú getur prófað eins mikið og þú getur að biðjast afsökunar eða bæta úr því en örin eru til að vera og eru ekki á förum.
Ef þú leggur einhvern í einelti ertu að gera það sama við sál manneskjunnar og þú gerðir við blaðið.
Ekki er hægt að laga eða taka til baka það sem er orðið krumpað!