Berglind Kolbeinsdóttir sem búsett er í Grindavík, er ein af þeim sem tekur hrekkjavökuna alla leið. Á hverju ári snýr hún húsinu sínu á hvolf, skreytir hátt og lágt með ýmis konar hrekkjavökuskreytingum og býður vinum og vandamönnum í partý.
Þetta er tíunda árið í röð sem Berglind býður í partý, það byrjaði smátt en hefur síðan undið upp á sig, þar sem sífellt fleiri heyra af stuðinu í partýinu og sjá metnaðinn í skreytingum og búningum og vilja vera með.
„Ég og vinkonur mínar héldu partý saman árið 2012, en ég byrjaði ein árið 2008,“ segir Berglind, sem hefur boðið heim í hrekkjavökupartý síðan árið 2012. Vinkonurnar koma á föstudeginum og hjálpa mér að skreyta og koma svo og hjálpa mér að taka dótið niður.“
Árið 2014 leigði hún sal og hélt partýið þar, „en það var bara ekki eins gaman.“
Í ár mættu um 50 manns í partýið, „ég sprengdi utan af mér,“ segir Berglind og hlær, en hún er búin að koma húsinu í eðlilegt horf og telur nú niður dagana að næsta hrekkjavökupartýi.
Hér má sjá hluta af skreytingunum, en myndirnar voru teknar eftir að húsið var skreytt á föstudeginum.