fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024

Öðruvísi fæðingarsaga Guðlaugar Sifjar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. nóvember 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við mæðgin að hittast í fyrsta skiptið.

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir er bloggari á síðunni mædur.com.

Í nýjustu færslu sinni skrifar hún um fæðingu sonar síns, en Guðlaug Sif fór í keisara. Hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta færsluna og við gefum Guðlaugu Sif orðið.

Öðruvísi fæðingarsaga?

Ástæðan fyrir því að ég kalla þessa færslu öðruvísi fæðingarsaga er sú að ég fór í planaðan keisara. Ég fór í planaðan keisara því Óliver minn var í sitjandi stöðu í mallanum. Fyrri færslan sem ég skrifaði er um það hvernig ég upplifði mína meðgöngu, þar sem mér leið mjög illa á meðgöngu átti ég erfitt með að vera spennt fyrir komandi tímum og tengdist Óliveri lítið á meðgöngu, það fór svo gríðaleg orka í barnsfaðir minn að ég gat lítið hugsað um mig og barnið á meðgöngu, ég byrjaði hjá FMB teyminu þegar ég var komin rúmlega 36 vikur á leið eftir að vera búin að berjast við að fá pláss þar í rúmlega 20 vikur. Ég var í reglulegu eftirliti síðustu vikurnar því Óliver var sitjandi, ef að hann skildi snúa sér þá hefði ég ekki farið í keisara. Það sem hræddi mig líka mikið er að EF ég skildi missa vatnið þyrfti ég að leggjast í gólfið og hringja á sjúkrabíl, ég var skíthrædd fyrir komandi tímum því ég gat varla tekið ábyrð á sjálfri mér, var hrædd um að ég yrði ömurleg móðir og barnsfaðir minn í tómu tjóni.

3D sónar.

Ég flutti aftur til foreldra minna þegar ég var komin rúmlega 36-38 vikur á leið og það var besta ákvörðun sem ég hefði getað tekið á þessum tíma!
Þannig síðustu vikuna var ég að gera og græja allt fyrir son minn, 13. september á sunnudegi 2015 fer ég og barnsfaðir minn upp á spítala, ég var tengd í monitor og fór í sónar til að athuga hvort að hann væri ekki örugglega ennþá í sitjandi stöðu, ég hef aldrei verið jafn stressuð eins og þarna, ég var að fara í keisara næsta morgun og ég var orðin svo ótrúlega hrædd við allt þetta ferli þrátt fyrir að vera búin að hitta fæðingarlækni sem leiðbeindi mér í gegnum allt nokkrum dögum áður.
Allt var í góðu hjá litla stráknum mínum og okkur var úthlutað geðveikt herbergi (Akranesi), var með 2 rúmum sem við gátum ýtt saman, flatskjá, lazyboy og allt til taks!
Ég var svo „heppin“ að lenda á þeirri ljósmóður sem ég talaði um í meðgöngufærslunni þarna uppá spítala, frábært alveg hreint…. Hún var á næturvaktinni mér til mikillar „ánægju“.
Við vorum auðvitað með ferðatösku að reyna að vera tilbúin fyrir komandi barn en ég gat ekki tekið hausinn á mér frá þessari hræðslu við mænudeyfinguna…. JÁ mænudeyfinguna?, ég var ekkert að spá í því að ég væri að vera skorinn upp neinei ég var hrædd við að geta ekki hreyft á mér lappirnar í X langan tíma, já ég hlæ pínu af þessari hræðslu í dag….

Komin 39 vikur á leið , mætt á spítala degi fyrir keisara.

Ég þurfti að fasta fyrir aðgerðina, enda passaði ég mig vel á því að borða alveg þangað til klukkan sló á miðnætti, eins og flest allir vita þá verður maður rosalega þyrstur á meðgöngu og ég var vön að hafa fulla vatnsflösku við rúmið á nóttunni til þess að grípa í en ég mátti það auðvitað ekki þessa nótt, en sem betur fer mátti ég taka inn Rennie við brjóstsviða!
Ég gat ómögulega fest svefn þessa nótt, ég var stressuð , kvíðin og hrædd fyrir morgundeginum, ég var einhvernveginn búin að bíða svo lengi eftir að meðgangan kláraðist og ég fengi barnið mitt í hendurnar…. En á þessum tímapunkti langaði mig bara að fara heim, hafa áhyggjur af sjálfri mér og sleppa við þetta allt saman. Ég gat ekki fundið fyrir ánægju né spenningi , kvíði og hræðslan tóku öll völd.
Þarna lá ég á sjúkrahúsinu að reyna að sofa en ég bara gat það ekki, á meðan var barnsfaðir minn sofandi eins og værasta ungabarn , ég man hvað ég var reið og pirruð út í hann fyrir að geta sofið en ekki ég.

Núna var kominn morgun og mamma var komin upp á spítala , hún ætlaði að bíða inn á herbergi meðan ég færi í keisara, gat ekki hugsað mér að gera þetta án mömmu…
Ég labbaði bara í hringi að deyja úr stressi og gat bara ekki andað… Ég vildi svo mikið klára þetta af en samt ekki, mér langaði bara heim að kúra í mínu rúmi og bíða með þetta aaaaaðeins lengur.
Ljósmóðirin kom svo inn og sagði mér að leggjast í rúmið því við værum að fara núna á skurðstofuna, ég fór að hágrenja, vissi ekki hvert ég ætlaði, ég var búin að mikla þetta svo mikið fyrir mér, var gjörsamlega búin að ímynda mér það versta!
Ég grenjaði alla leið upp á skurðstofu og ég bara gat ekki hætt, var komin með ekka ég grét svo. Barnsfaðir minn var tekinn í annað herbergi til að fara í svona „læknaföt“ og á meðan að ég fengi mænudeyfingu. Ég vildi það ekki? ég grátbað um að við gætum bara frestað þessu pínu lengur, bara smá plís?

Það var sjö manna teymi inn á skurðstofu hjá mér, kvensjúkdómalæknir sem skar mig upp, aðstoðarkona hjá honum, svæfingalæknir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingar minnir mig.
Ég hefði aldrei geta’ gert þetta án þeirra, þau voru svo góð og voru svo mikið að hvetja mig áfram.
Þegar ég fann fyrir því að mænudeyfingin var að virka fékk ég ofsakvíðakast, þetta var svo óþægileg tilfinning, ég öskraði um og grátbað um að láta svæfa mig en það var ekki hægt, Elísabet sem var ljósmóðirinn þarna hjá mér , tók í höndina á mér og talaði mig niður, hún náði alveg til mín, hélt í höndina mína og spjallaði, ég róaðist alveg niður en mér leið samt óþægilega, ég var orðin svo svöng og svo þyrst og gerði ekki annað en að tala um það allan keisarann.

Glænýr snúður að fá brjóst hjá mömmu sinni í fyrsta skiptið.

Klukkan 09:32 kom svo fallegi sonur minn í heiminn, ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að láta, ég var svo upptekin af sjálfri mér og mínum kvíða og stressi. Ég var mjög ánægð og bara í áfalli að hann væri kominn til mín!
Aldrei hef ég séð neitt fallegra en hann! En á sama tíma var ég svo hrædd við þessa miklu ábyrgð og skuldbindingu. Ég fékk samviskubit fyrir það að gráta ekki þegar hann kom í heiminn. Þetta var besti og erfiðasti dagur lífs míns!

Ég greindist seinna meir með alvarlegt fæðingarþunglyndi sem ég gerði mér engan veginn grein fyrir strax. Ég fékk mikla hjálp við að tengjast elsku stráknum mínum og ég á sem betur fer gott bakland!

Tveggja daga gamall.
Nokkurra daga gamall.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fullyrða að Damir muni moka peningum í Singapúr – Þetta er upphæðin sem talað er um

Fullyrða að Damir muni moka peningum í Singapúr – Þetta er upphæðin sem talað er um
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað á það á heita? – Nafnaþráðurinn sem sló í gegn á netinu

Hvað á það á heita? – Nafnaþráðurinn sem sló í gegn á netinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Jörgen varð óvænt hetja íslenskra kvenna – „Hvaða snillingur er þetta?“

Jörgen varð óvænt hetja íslenskra kvenna – „Hvaða snillingur er þetta?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lýsa yfir andstyggð á framgöngu Bakkavararbræðra – Greiddu sér 28 milljarða í arð á meðan starfsfólk á ekki fyrir mat

Lýsa yfir andstyggð á framgöngu Bakkavararbræðra – Greiddu sér 28 milljarða í arð á meðan starfsfólk á ekki fyrir mat