Við gefum Jóhanni Páli orðið:
„Ég hef mínar efasemdir eins og fleiri um ágæti Facebook. En ég er þakklátur fyrir miðillinn í dag. Við uppgötvum kl. 7 í morgun að kettlingurinn hafði fallið út um glugga á 3. hæð. Í skelfingu fór ég út og bjóst allt eins við að hann væri dáinn eða stórslasaður á gangstéttinni. Svo var ekki þannig að ég leitaði í nágrenninu og lýsti undir bíla. Leitin bar ekki árangur og kl. 8 setti ég inn neyðarkall á Facebook. Eftir örfáar mínútur var athygli mín vakin á myndum af ketti sem fannst um miðnættið í nótt vælandi og blóðugur í götu ekki mjög fjarri. Ég sendi messengerskilaboð á stúlku sem hafði sett inn myndirnar og hún svaraði um hæl þó við værum ekki vinir á Facebook. Hún hafði tekið kettlinginn heim til sín þar sem hann gisti hjá henni og systur hennar og tveimur heimilisköttum. Ég fór í snarhasti heim til þeirra og endurheimti köttinn. Létti fjölskyldunnar verður varla lýst í orðum. Meiðslin voru smávægileg og nú liggur hann í makindum hjá eldri kettinum en allur vindur úr okkur hjónum sem erum full þakklætis í garð almættisins, systranna og Facebook.“