Næstu daga munu sjálfboðaliðar frá björgunarsveitum víðsvegar um land selja Neyðarkall og afla þannig fjár til reksturs björgunarstarfs. Hagnaður af sölunni rennur beint til björgunarsveitanna og verður hann notaður til að efla búnað og styrkja þjálfun björgunarsveitarmanna landsins.
„Við vonum að landsmenn taki meðlimum björgunarsveitanna opnum örmum og styðji þannig við bakið á fórnfúsu starfi þeirra þúsunda björgunarsveitarmanna sem eru til taks allan ársins hring þegar samborgarar þeirra þurfa á aðstoð að halda,“ segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.